Lífið

The We­eknd tekur að sér hálf­leiks­sýningu Ofur­skálarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
The Weeknd kemur fram í Flórída kvöldið 7. febrúar. 
The Weeknd kemur fram í Flórída kvöldið 7. febrúar.  Vísir/getty/ Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic

Einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju er hálfleikssýningin í leiknum um Ofurskálina. 

Þá stígur vanalega stórstjarna á heimsmælikvarða á sviðið og verður enginn undantekning á næsta ári en þá mun kanadíska poppstjarnan The Weeknd stíga á stokk.

The Guardian greinir frá. Úrslitaleikurinn fer fram þann 7. Febrúar á næsta ári og að þessu sinni á Raymond James vellinum í Flórída.

Völlurinn er í borginni Tampa en þar leika Tampa Bay Buccaneers sína heimaleiki.

Leikurinn um Ofurskálina er einn stærsti íþróttaviðburðurinn á ári hverju en vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum er óvíst um framkvæmd leiksins þegar kemur að áhorfendum. Talið er jafnvel líklega að aðeins verði leyfilegt að fylla tuttugu prósent af sætafjölda vallarins en hann tekur rúmlega 65 þúsund manns í sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×