Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 10:25 Margir þekkja það að fólk hafi keyrt niður frá Reykjaveginum og tekið „skyldurúnt“ í leit að stæði sem næst líkamsræktarstöðinni. Þetta hefur skapað hættu fyrir umferð gangandi og hjólandi. Aðsend Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá. Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá.
Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira