Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 10:35 Samband Bandaríkjanna og Kína hefur versnað til muna á undanförnum árum. AP/Andy Wong Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. Í yfirlýsingu segir að Kína muni bregðast við öllum aðgerðum sem komi niður á grunnhagsmunum ríkisins. Ráðamenn í Kína hafa lýst málefni Taívan sem því mikilvægasta þegar komi að samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Þeir hafa brugðist reiðir við harðri afstöðu ríkisstjórnar Donald Trumps gagnvart Taívan. Meðal annars hafa Bandaríkin selt eyríkinu vopn og hafa aukið stuðning við Taívan. Pompeo sagði í viðtali í gær að það hafði verið stefna Bandaríkjanna að Taívan tilheyrði ekki Kína í rúma þrjá áratugi. Þeim ummælum hefur ekki verið tekið fagnandi í Kína. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að brugðist verði við ummælum sem þessum, sem hann sagði grafa undan innanríkismálum Kína. Undanfarið hafa nánast öll ríki á svæðinu auk Bandaríkjanna fjölgað heræfingum og hefur spennan aukist í kringum Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Joanne Ou, talskona utanríkisráðuneytis Taívan, þakkaði Pompeo fyrir stuðninginn, samkvæmt Reuters, og ítrekaði að eyríkið tilheyrði ekki Kína. Það væri staðreynd. Óskuðu Biden til hamingju Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í umfangsmiklum viðskiptadeilum auk þess sem ríkin hafa deilt um Suður-Kínahaf, Hong Kong og fleira. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trumps sakað Kínverja um að ógna öryggi Bandaríkjanna með njósnum og tækniþjófnaði. Yfirvöld í Kína hafa nú óskað Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í síðustu viku. Kína og Rússland höfðu dregið lappirnar í að senda Biden skilaboð. Í yfirlýsingu sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar virði val bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þó ekki búist við því að Biden muni í raun gera miklar breytingar á stefnu Trumps gagnvart Kína. Þó hann muni líklega reyna að ræða við Kínverja um loftslagsmál, Norður-Kóreu og Íran. Hörð afstaða gagnvart Kína njóti mikils pólitísks stungins í Bandaríkjunum. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. Í yfirlýsingu segir að Kína muni bregðast við öllum aðgerðum sem komi niður á grunnhagsmunum ríkisins. Ráðamenn í Kína hafa lýst málefni Taívan sem því mikilvægasta þegar komi að samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Þeir hafa brugðist reiðir við harðri afstöðu ríkisstjórnar Donald Trumps gagnvart Taívan. Meðal annars hafa Bandaríkin selt eyríkinu vopn og hafa aukið stuðning við Taívan. Pompeo sagði í viðtali í gær að það hafði verið stefna Bandaríkjanna að Taívan tilheyrði ekki Kína í rúma þrjá áratugi. Þeim ummælum hefur ekki verið tekið fagnandi í Kína. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að brugðist verði við ummælum sem þessum, sem hann sagði grafa undan innanríkismálum Kína. Undanfarið hafa nánast öll ríki á svæðinu auk Bandaríkjanna fjölgað heræfingum og hefur spennan aukist í kringum Taívan. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Joanne Ou, talskona utanríkisráðuneytis Taívan, þakkaði Pompeo fyrir stuðninginn, samkvæmt Reuters, og ítrekaði að eyríkið tilheyrði ekki Kína. Það væri staðreynd. Óskuðu Biden til hamingju Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið hnekki á undanförnum árum og eiga ríkin í umfangsmiklum viðskiptadeilum auk þess sem ríkin hafa deilt um Suður-Kínahaf, Hong Kong og fleira. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trumps sakað Kínverja um að ógna öryggi Bandaríkjanna með njósnum og tækniþjófnaði. Yfirvöld í Kína hafa nú óskað Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum í síðustu viku. Kína og Rússland höfðu dregið lappirnar í að senda Biden skilaboð. Í yfirlýsingu sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Kína að Kínverjar virði val bandarísku þjóðarinnar. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þó ekki búist við því að Biden muni í raun gera miklar breytingar á stefnu Trumps gagnvart Kína. Þó hann muni líklega reyna að ræða við Kínverja um loftslagsmál, Norður-Kóreu og Íran. Hörð afstaða gagnvart Kína njóti mikils pólitísks stungins í Bandaríkjunum.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46
Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20