„Fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2020 10:01 Ástrós Rut Sigurðardóttir ásamt dóttur sinni Emmu Rut. Vísir/vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér. Einkalífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni á næsta ári en Ástrós segir það hafa verið erfitt skref að fara út í annað samband á sínum tíma. „Þetta var hrikalega erfitt skref og mér finnst bara ótrúlegt hvað hann var þolinmóður. Sem betur fer var þetta maður sem ég var búin að þekkja í mjög langan tíma, búin að þekkja hann í fimmtán ár og við höfum alltaf verið mjög góðir vinir og ég vissi alveg að ég treysti honum. Ég fann ekki beint fyrir skömm en ég fann fyrir feimni og hræðslu um að vera dæmd, bara já ok er hún bara komin með nýjan,“ segir Ástrós sem óttaðist að fólk myndi dæma hana og jafnvel hugsa að hún væri búin að gleyma Bjarka. „Ég var mjög hrædd um það en ég veit að þeir sem hugsa þannig, sem eru að sjálfsögðu mjög fáir, þeir hafa bara ekki hugmynd um hvernig lífið er og hvernig það getur verið. Þeir hafa ekki hugmynd um það hvernig sporin mín hafa verið. Ég ákvað að vera ekkert að spá í því hvað öðrum finnst. Svo þegar þetta er komið út og ég tilkynni að ég sé komin í samband þá að sjálfsögðu fékk ég ekkert nema góð viðbrögð,“ segir Ástrós sem segir að Davíð Örn hafi alla tíð verið mjög þolinmóður við sig og einfaldlega gefið henni allan þann tíma sem hún þurfti. „Við byrjuðum bara sem vinir að spjalla og svo fór þetta að verða aðeins meira. Svo ef ég þurfti að bakka um tvö skref þá var það aldrei neitt mál og ég fékk að gera þetta bara algjörlega á mínum hraða. Hann var bara greinilega með ákveðið markmið í huga og ákvað að gefa sér tíma,“ segir Ástrós og hlær. Í þættinum hér að ofan ræðir Ástrós einnig um hvernig það hafi verið að standa ein eftir fráfall Bjarka og sjá framtíðina fyrir sér, að það hafi alltaf verið markmiðið hennar að eignast stóra fjölskyldu, hvernig kerfið er þegar fólk berst við krabbamein, um samband hennar og Davíðs, og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.
Einkalífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira