Söguefnið gott því að hamfarirnar eru mögulegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 08:00 Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur mikið lesið sér til um eldgos og jarðhræringar á Íslandi í hinni vinnunni sinni á Ríkisútvarpinu. Vísir/vilhelm Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður, hefur mikinn áhuga á hamförum. Og hamfarirnar rekur hún svo sannarlega, eins vísindalegar og raunverulegar og henni var framast unnt, í nýútkominni skáldsögu sinni. Það myndu þó kannski ekki alveg allir skrifa upp á atburðarásina, tekur höfundur sérstaklega fram. Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir er þriðja skáldsaga Sigríðar og fjallar um eldfjallafræðinginn Önnu Arnardóttur, sem tekst á við jarðhræringar á Reykjanesskaga í ekkert svo fjarlægri framtíð. Samhliða því að eldfjöllin í grennd við höfuðborgina vakna til lífsins verða einnig eldfimar hræringar í áferðarfallegu einkalífi Önnu. Eldfjöll og ástarmál. Eitthvað sem ætti að eiga ákaflega vel upp á pallborðið hjá Íslendingum. Saga Önnu og eldfjallanna varð til í kjölfar annarrar sögu, sem aldrei fékk þó að líta dagsins ljós. „Mér fannst ekki nógu gaman að skrifa hana og þá ákvað ég að það væri örugglega ekkert gaman að lesa hana heldur. Ég ákvað að ég þyrfti að taka allt umfjöllunarefnið algjörlega til endurskoðunar og fór þá að róta í hinni vinnunni minni,“ segir Sigríður. Anna Karenina á eldfjallinu Það var í þessari „hinni vinnu“, í störfum hennar sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sem landsmenn kynntust Sigríði fyrst. Og þar hefur hún, eins og líklega allir þeir sem leggja fréttamennsku fyrir sig á Íslandi, tekið eldgos, jarðskjálfta og tilheyrandi vá til umfjöllunar. „Við blaðamenn á Íslandi þurfum eiginlega að vera hálfgerðir „amatörjarðfræðingar“ til þess að geta fjallað almennilega um þau mál. Ég fór að róta í þessu og var á svipuðum tíma að lesa Önnu Kareninu og fékk þá þessa hugljómun, að það gæti verið gaman að skrifa Önnu Kareninu á eldfjallinu,“ segir Sigríður. „Svo mistókst það náttúrulega algjörlega, þetta er allt öðruvísi bók. Í fyrsta lagi er ég náttúrulega ekki Tolstoj og í öðru lagi laut þessi saga allt öðrum lögmálum og fór leiðina sem hún vildi fara. En mér fannst þetta skemmtileg nálgun, að fjalla um ástina og eldfjöll sem hvoru tveggja eru gríðarlega hættuleg og eyðandi öfl, en líka skapandi og heillandi, og ná að tengja það þannig saman.“ Það mætti kannski segja að þróun jarðhræringanna og vendingar í einkalífi aðalpersónunnar Önnu Arnardóttur haldist í hendur í bókinni – stigmagnast eftir því sem sögunni fleytir fram. Og hún Anna á fátt skylt við nöfnu sína Kareninu. „Anna Karenina er þannig lagað séð gagnslaus aðalskona við rússnesku hirðina sem hefur ekki um neitt annað að hugsa en sitt eigið félagslíf og að skipuleggja það. Anna Arnardóttir er hins vegar þessi menntaða, íslenska ofurkona sem gegnir bæði miklu hlutverki í vinnunni og á opinberum vettvangi, og er hluti af þessu almannavarnabatteríi þjóðarinnar, og axlar afskaplega mikla ábyrgð þar. Á sama tíma axlar hún mikla ábyrgð í einkalífinu, sínu nánasta umhverfi og fjölskyldu, sem er henni ákaflega mikilvægt. Hún er bara allt öðruvísi manneskja og þar af leiðandi varð hún allt, allt, allt öðruvísi,“ segir Sigríður. Hélt að sagan væri ónýt þegar Þorbjörn bærði á sér Líkt og áður var vikið að er undanfari Eldanna önnur saga, sem Sigríður ákvað á endanum að slaufa. Í kjölfarið, nánar tiltekið í september í fyrra, hóf hún vinnu að bókinni sem nú er nýkomin út. Sigríður hafði setið við skriftir í um fjóra mánuði þegar jörð byrjaði að skjálfa undir fjallinu Þorbirni, skammt frá Grindavík. Það runnu á hana tvær grímur. „Þá fékk ég eiginlega taugaáfall og hélt að það væri að byrja að gjósa þar og að sagan mín væri ónýt,“ segir Sigríður. Þegar þarna var komið sögu hafði Sigríður legið yfir fræðunum vikurnar á undan; skaganum og mögulegri eldvirkni þar. Og svo vildi til að um svipað leyti hóf hún vinnu að fréttaskýringu um mögulegt eldgos á Reykjanesskaga fyrir Kveik. „Ég hugsaði með mér að þó að rannsóknir mínar myndu ekki nýtast í skáldsögu gætu þær að minnsta kosti nýst í fréttaskýringu. En svo varð ég aðeins rólegri þegar varð ljóst að það var ekkert dramatískt að fara að gerast undir Þorbirni akkúrat þarna á þessum tímapunkti og hélt áfram að vinna í skáldsögunni minni.“ Bókin kom með hvelli Einn stærsti jarðskjálfti síðan mælingar hófust varð svo á Reykjanesskaga þann 20. október. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn og mældist 5,6 að stærð. Skaginn og suðvesturhornið allt léku á reiðiskjálfi og Eldarnir væntanlegir í búðir tveimur vikum síðar. Hvernig leið höfundi þá? „Það var reyndar mjög fyndið,“ segir Sigríður. „Fyrsta eintakið kom með DHL-sendingu til landsins og útgefandinn minn var að senda mér SMS til þess að láta mig vita að bókin væri komin þegar skjálftinn reið yfir. Það var rosaleg tímasetning. Þannig að hún kom með hvelli.“ Krýsuvík er eitt sögusviða Eldanna. Þar í grendinni átti einn stærsti jarðskjálfti á Reykjanesskaga síðan mælingar hófust upptök sín fyrir nokkrum vikum.Vísir/Vilhelm Vonandi ekki með spádómsgáfu Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016. Þar segir frá Íslandi samtímans, sem dettur skyndilega úr sambandi við umheiminn. Úr verður afar sannfærandi, dystópískt samfélag, sem takast þarf á við hamfarirnar sem dynja á þjóðinni í kjölfar sambandsleysisins. Aðstæðurnar sem Sigríður teiknar upp í Eylandi fyrir fjórum árum eru raunar ekki svo ósvipaðar því sem faraldur kórónuveiru hefur nú kallað yfir landsmenn. Flugsamgöngur liggja niðri, efnahagurinn í molum og ríkið grípur inn í með misjöfnum árangri. Svo hefst Sigríður handa við skrif á skáldsögu um jarðhræringar á Reykjanesskaga – og fyrr en varir fer jörð að skjálfa á svæðinu. Það er því kannski ekki að undra þó að fólk vindi sér upp að Sigríði og inni hana eftir því hvort hún sé gædd einhvers konar spádómsgáfu. „Það er auðvitað spurt að þessu í hálfkæringi,“ segir Sigríður og hlær. „Ég er vonandi ekki með neina spádómsgáfu. En þetta er samt sem áður gott söguefni af því að þetta er möguleiki. Skaginn hefur vaknað á 800 til þúsund ára fresti og þetta eru eðlilegar hreyfingar í jarðskorpunni. Og hefur gerst einu sinni á sögulegum tíma að svona hrina fór í gang. Mér fannst mjög mikilvægt að hafa þetta rétt, vísindalega byggt staðreyndum, þannig að ég hef dregið nokkra jarðvísindamenn inn í þessa vinnu með mér. Þeir lásu yfir hjá mér og hjálpuðu mér að hafa staðreyndirnar nokkurn veginn á hreinu, þannig að sá þáttur sögunnar er alveg sæmilega raunsær. Ég auðvitað tek mér mikið skáldaleyfi og þetta er kannski ekki atburðarás sem allir myndu skrifa upp á að væri mjög sennileg. En hins vegar, eins og við höfum séð á þessu ári, getur hið ótrúlega gerst – og gerist fyrir augunum á okkur á hverjum degi þessa dagana.“ Sigríður kveðst vona að hún sé ekki gædd neinni spádómsgáfu.Vísir/vilhelm Hefurðu mikinn áhuga á hamförum? Sigríður er fljót til svars: „Já.“ Og heldur áfram. „Aðalsöguhetjan hristir einhvern tímann höfuðið yfir fólki eins og mér. Þessir fjárans fjölmiðlamenn sem eru alltaf að leita að dramatík og hamförum og eltast við þetta allt saman, eins og þetta sé bara gott fréttaefni. En þetta er auðvitað bara partur af því að vera fjölmiðlamaður á Íslandi, að fjalla um þessa hluti og vera spenntur fyrir þeim,“ segir Sigríður. „Við sem þjóð eigum í rosalega tilfinningalegu sambandi við eldfjöllin okkar. Það verður alltaf þjóðhátíð einhvern veginn þegar það gýs. Fólk verður ótrúlega spennt fyrir þessu. Og ég held að það sé allur almenningur, ekki bara fréttamenn. Og ég reyni að koma aðeins inn á það í bókinni af hverju það er, af hverju við erum svona… ég veit það ekki, hamfarasækin? Er hægt að segja það? Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem er í blóðinu, eða í menningunni. Við náttúrulega höfum þurft að búa við þetta frá landnámi.“ Varð að skrifa veiruna inn Sagan gerist í tiltölulega náinni framtíð, þar sem íslenska þjóðin er nýskriðin undan faraldri kórónuveiru. Þannig minnast persónur bókarinnar einmitt stundum á faraldurinn í samtölum sín á milli, samanber eftirfarandi áhyggjur sem Ólöf Ingimarsdóttir, öryggisstjóri Isavia, viðrar við aðalpersónuna Önnu þegar eldgos er hafið steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. „Hvers vegna höfum við ekkert heyrt um þetta fyrr en núna? Við höfum fjárfest fyrir marga milljarða í alþjóðaflugvelli, markaðssett hann sem miðstöð flugs um Norður-Atlantshafið, erum fyrst núna að rétta úr kútnum eftir faraldurinn; hvað ef það verða stöðug eldgos í þrjátíu ár?“ Já, hvað ef? Það er auðvitað heldur nöturlegt að ímynda sér þjóðina rétt byrjaða að jafna sig eftir faraldurinn, standandi frammi fyrir katastrófískum náttúruhamförum. Sigríður, sem byrjaði á bókinni áður en veiran lét á sér kræla, segir að ekki hafi verið annað hægt en að sníða söguna að nýjum raunveruleika. „Ég held að hver einasti rithöfundur, alls staðar í heiminum, sé að setja inn einhverjar svona klausur og setningar. Ef maður er að skrifa um samtímann verður maður að gera grein fyrir þessu. Allt í einu er það til dæmis orðið rosa skrýtið að skrifa um það að fólk takist í hendur eða kyssist á kinn. Og ég held að faraldurinn setji þessi smáatriði öll í svolítið uppnám hjá okkur. Það er líka svolítið fyndið vegna þess að við erum öll að velta þessu fyrir okkur núna hvernig ferðamannabransinn lifi þetta af og komi sér út úr þessu. Þannig að það er svolítið gaman að koma sér fram fyrir þetta og skrifa um samfélag sem er að ná sér upp úr þessu. Það er svo ofboðsleg krafa og eftirvænting að koma öllu í gang aftur. Þessi krafa um að nýta blessuð túristagosin verður mjög hávær.“ Verður að skapa sér rými Sigríður svarar játandi þegar hún er innt eftir því hvort reynsla hennar á vettvangi fréttamennskunnar hafi ekki reynst henni vel við skrif á Eldunum. „Maður náttúrulega kannast við jarðvísindamennina eftir að hafa fjallað um eldgos sem hafa orðið undanfarin tuttugu ár. Maður er vanur því að hitta þá og tala við þá og allt svoleiðis. Og svo þessar stemningslýsingar á vettvangi. Bæði á vettvangi gosanna og í stjórnstöð almannavarna.“ En er ekki talsvert púsluspil að samtvinna þetta tvennt, fréttamannsstarfið og ritstörfin? „Maður þarf að skapa sér rými til þess að gera þetta. Þegar ég skrifaði fyrstu bókina mína tók ég mér þriggja mánaða frí til að skrifa allavega fyrsta uppkast. Ég hef líka verið svo heppin að fá rithöfundalaun núna tvisvar og vinnustaðurinn minn hefur sýnt þessu skrýtna áhugamáli mínu furðulegt langlundargeð og ég hef fengið að taka launalaus frí til að gera þetta, minnkað við mig vinnu og svoleiðis. Þannig er hægt að púsla þessu saman,“ segir Sigríður. „Blaðamennska er svo skapandi og krefjandi starf að ég sé það ekki fyrir mér að maður setjist niður eftir fullan vinnudag á fréttastofu og ryðji frá sér einhverjum skapandi texta. Maður tæmir þá tanka í hinni vinnunni. Þannig að maður þarf að gefa sér pláss til að gera þetta.“ Eldarnir – Ástir og aðrar hamfarir kom út 4. nóvember síðastliðinn. Þá liggur auðvitað beint við að spyrja hvort Sigríður sé byrjuð að huga að næsta verkefni. „Já, það vantar ekki hugmyndir, það er alveg af nógu að taka þar,“ segir Sigríður. „Ég er komin með hugmynd,“ játar hún loks. „Hún er á leiðinni.“ Ætlarðu að halda þig við hamfarirnar eða fara í aðra átt? „Það eru alltaf hamfarir,“ segir Sigríður, örlítið dularfyllri í málrómnum en áður. „En ég hef verið að skrifa svolítið fram í tímann hingað til og hugsa að ég skrifi um fortíðina næst.“ Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttamaður, hefur mikinn áhuga á hamförum. Og hamfarirnar rekur hún svo sannarlega, eins vísindalegar og raunverulegar og henni var framast unnt, í nýútkominni skáldsögu sinni. Það myndu þó kannski ekki alveg allir skrifa upp á atburðarásina, tekur höfundur sérstaklega fram. Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir er þriðja skáldsaga Sigríðar og fjallar um eldfjallafræðinginn Önnu Arnardóttur, sem tekst á við jarðhræringar á Reykjanesskaga í ekkert svo fjarlægri framtíð. Samhliða því að eldfjöllin í grennd við höfuðborgina vakna til lífsins verða einnig eldfimar hræringar í áferðarfallegu einkalífi Önnu. Eldfjöll og ástarmál. Eitthvað sem ætti að eiga ákaflega vel upp á pallborðið hjá Íslendingum. Saga Önnu og eldfjallanna varð til í kjölfar annarrar sögu, sem aldrei fékk þó að líta dagsins ljós. „Mér fannst ekki nógu gaman að skrifa hana og þá ákvað ég að það væri örugglega ekkert gaman að lesa hana heldur. Ég ákvað að ég þyrfti að taka allt umfjöllunarefnið algjörlega til endurskoðunar og fór þá að róta í hinni vinnunni minni,“ segir Sigríður. Anna Karenina á eldfjallinu Það var í þessari „hinni vinnu“, í störfum hennar sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sem landsmenn kynntust Sigríði fyrst. Og þar hefur hún, eins og líklega allir þeir sem leggja fréttamennsku fyrir sig á Íslandi, tekið eldgos, jarðskjálfta og tilheyrandi vá til umfjöllunar. „Við blaðamenn á Íslandi þurfum eiginlega að vera hálfgerðir „amatörjarðfræðingar“ til þess að geta fjallað almennilega um þau mál. Ég fór að róta í þessu og var á svipuðum tíma að lesa Önnu Kareninu og fékk þá þessa hugljómun, að það gæti verið gaman að skrifa Önnu Kareninu á eldfjallinu,“ segir Sigríður. „Svo mistókst það náttúrulega algjörlega, þetta er allt öðruvísi bók. Í fyrsta lagi er ég náttúrulega ekki Tolstoj og í öðru lagi laut þessi saga allt öðrum lögmálum og fór leiðina sem hún vildi fara. En mér fannst þetta skemmtileg nálgun, að fjalla um ástina og eldfjöll sem hvoru tveggja eru gríðarlega hættuleg og eyðandi öfl, en líka skapandi og heillandi, og ná að tengja það þannig saman.“ Það mætti kannski segja að þróun jarðhræringanna og vendingar í einkalífi aðalpersónunnar Önnu Arnardóttur haldist í hendur í bókinni – stigmagnast eftir því sem sögunni fleytir fram. Og hún Anna á fátt skylt við nöfnu sína Kareninu. „Anna Karenina er þannig lagað séð gagnslaus aðalskona við rússnesku hirðina sem hefur ekki um neitt annað að hugsa en sitt eigið félagslíf og að skipuleggja það. Anna Arnardóttir er hins vegar þessi menntaða, íslenska ofurkona sem gegnir bæði miklu hlutverki í vinnunni og á opinberum vettvangi, og er hluti af þessu almannavarnabatteríi þjóðarinnar, og axlar afskaplega mikla ábyrgð þar. Á sama tíma axlar hún mikla ábyrgð í einkalífinu, sínu nánasta umhverfi og fjölskyldu, sem er henni ákaflega mikilvægt. Hún er bara allt öðruvísi manneskja og þar af leiðandi varð hún allt, allt, allt öðruvísi,“ segir Sigríður. Hélt að sagan væri ónýt þegar Þorbjörn bærði á sér Líkt og áður var vikið að er undanfari Eldanna önnur saga, sem Sigríður ákvað á endanum að slaufa. Í kjölfarið, nánar tiltekið í september í fyrra, hóf hún vinnu að bókinni sem nú er nýkomin út. Sigríður hafði setið við skriftir í um fjóra mánuði þegar jörð byrjaði að skjálfa undir fjallinu Þorbirni, skammt frá Grindavík. Það runnu á hana tvær grímur. „Þá fékk ég eiginlega taugaáfall og hélt að það væri að byrja að gjósa þar og að sagan mín væri ónýt,“ segir Sigríður. Þegar þarna var komið sögu hafði Sigríður legið yfir fræðunum vikurnar á undan; skaganum og mögulegri eldvirkni þar. Og svo vildi til að um svipað leyti hóf hún vinnu að fréttaskýringu um mögulegt eldgos á Reykjanesskaga fyrir Kveik. „Ég hugsaði með mér að þó að rannsóknir mínar myndu ekki nýtast í skáldsögu gætu þær að minnsta kosti nýst í fréttaskýringu. En svo varð ég aðeins rólegri þegar varð ljóst að það var ekkert dramatískt að fara að gerast undir Þorbirni akkúrat þarna á þessum tímapunkti og hélt áfram að vinna í skáldsögunni minni.“ Bókin kom með hvelli Einn stærsti jarðskjálfti síðan mælingar hófust varð svo á Reykjanesskaga þann 20. október. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn og mældist 5,6 að stærð. Skaginn og suðvesturhornið allt léku á reiðiskjálfi og Eldarnir væntanlegir í búðir tveimur vikum síðar. Hvernig leið höfundi þá? „Það var reyndar mjög fyndið,“ segir Sigríður. „Fyrsta eintakið kom með DHL-sendingu til landsins og útgefandinn minn var að senda mér SMS til þess að láta mig vita að bókin væri komin þegar skjálftinn reið yfir. Það var rosaleg tímasetning. Þannig að hún kom með hvelli.“ Krýsuvík er eitt sögusviða Eldanna. Þar í grendinni átti einn stærsti jarðskjálfti á Reykjanesskaga síðan mælingar hófust upptök sín fyrir nokkrum vikum.Vísir/Vilhelm Vonandi ekki með spádómsgáfu Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016. Þar segir frá Íslandi samtímans, sem dettur skyndilega úr sambandi við umheiminn. Úr verður afar sannfærandi, dystópískt samfélag, sem takast þarf á við hamfarirnar sem dynja á þjóðinni í kjölfar sambandsleysisins. Aðstæðurnar sem Sigríður teiknar upp í Eylandi fyrir fjórum árum eru raunar ekki svo ósvipaðar því sem faraldur kórónuveiru hefur nú kallað yfir landsmenn. Flugsamgöngur liggja niðri, efnahagurinn í molum og ríkið grípur inn í með misjöfnum árangri. Svo hefst Sigríður handa við skrif á skáldsögu um jarðhræringar á Reykjanesskaga – og fyrr en varir fer jörð að skjálfa á svæðinu. Það er því kannski ekki að undra þó að fólk vindi sér upp að Sigríði og inni hana eftir því hvort hún sé gædd einhvers konar spádómsgáfu. „Það er auðvitað spurt að þessu í hálfkæringi,“ segir Sigríður og hlær. „Ég er vonandi ekki með neina spádómsgáfu. En þetta er samt sem áður gott söguefni af því að þetta er möguleiki. Skaginn hefur vaknað á 800 til þúsund ára fresti og þetta eru eðlilegar hreyfingar í jarðskorpunni. Og hefur gerst einu sinni á sögulegum tíma að svona hrina fór í gang. Mér fannst mjög mikilvægt að hafa þetta rétt, vísindalega byggt staðreyndum, þannig að ég hef dregið nokkra jarðvísindamenn inn í þessa vinnu með mér. Þeir lásu yfir hjá mér og hjálpuðu mér að hafa staðreyndirnar nokkurn veginn á hreinu, þannig að sá þáttur sögunnar er alveg sæmilega raunsær. Ég auðvitað tek mér mikið skáldaleyfi og þetta er kannski ekki atburðarás sem allir myndu skrifa upp á að væri mjög sennileg. En hins vegar, eins og við höfum séð á þessu ári, getur hið ótrúlega gerst – og gerist fyrir augunum á okkur á hverjum degi þessa dagana.“ Sigríður kveðst vona að hún sé ekki gædd neinni spádómsgáfu.Vísir/vilhelm Hefurðu mikinn áhuga á hamförum? Sigríður er fljót til svars: „Já.“ Og heldur áfram. „Aðalsöguhetjan hristir einhvern tímann höfuðið yfir fólki eins og mér. Þessir fjárans fjölmiðlamenn sem eru alltaf að leita að dramatík og hamförum og eltast við þetta allt saman, eins og þetta sé bara gott fréttaefni. En þetta er auðvitað bara partur af því að vera fjölmiðlamaður á Íslandi, að fjalla um þessa hluti og vera spenntur fyrir þeim,“ segir Sigríður. „Við sem þjóð eigum í rosalega tilfinningalegu sambandi við eldfjöllin okkar. Það verður alltaf þjóðhátíð einhvern veginn þegar það gýs. Fólk verður ótrúlega spennt fyrir þessu. Og ég held að það sé allur almenningur, ekki bara fréttamenn. Og ég reyni að koma aðeins inn á það í bókinni af hverju það er, af hverju við erum svona… ég veit það ekki, hamfarasækin? Er hægt að segja það? Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem er í blóðinu, eða í menningunni. Við náttúrulega höfum þurft að búa við þetta frá landnámi.“ Varð að skrifa veiruna inn Sagan gerist í tiltölulega náinni framtíð, þar sem íslenska þjóðin er nýskriðin undan faraldri kórónuveiru. Þannig minnast persónur bókarinnar einmitt stundum á faraldurinn í samtölum sín á milli, samanber eftirfarandi áhyggjur sem Ólöf Ingimarsdóttir, öryggisstjóri Isavia, viðrar við aðalpersónuna Önnu þegar eldgos er hafið steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. „Hvers vegna höfum við ekkert heyrt um þetta fyrr en núna? Við höfum fjárfest fyrir marga milljarða í alþjóðaflugvelli, markaðssett hann sem miðstöð flugs um Norður-Atlantshafið, erum fyrst núna að rétta úr kútnum eftir faraldurinn; hvað ef það verða stöðug eldgos í þrjátíu ár?“ Já, hvað ef? Það er auðvitað heldur nöturlegt að ímynda sér þjóðina rétt byrjaða að jafna sig eftir faraldurinn, standandi frammi fyrir katastrófískum náttúruhamförum. Sigríður, sem byrjaði á bókinni áður en veiran lét á sér kræla, segir að ekki hafi verið annað hægt en að sníða söguna að nýjum raunveruleika. „Ég held að hver einasti rithöfundur, alls staðar í heiminum, sé að setja inn einhverjar svona klausur og setningar. Ef maður er að skrifa um samtímann verður maður að gera grein fyrir þessu. Allt í einu er það til dæmis orðið rosa skrýtið að skrifa um það að fólk takist í hendur eða kyssist á kinn. Og ég held að faraldurinn setji þessi smáatriði öll í svolítið uppnám hjá okkur. Það er líka svolítið fyndið vegna þess að við erum öll að velta þessu fyrir okkur núna hvernig ferðamannabransinn lifi þetta af og komi sér út úr þessu. Þannig að það er svolítið gaman að koma sér fram fyrir þetta og skrifa um samfélag sem er að ná sér upp úr þessu. Það er svo ofboðsleg krafa og eftirvænting að koma öllu í gang aftur. Þessi krafa um að nýta blessuð túristagosin verður mjög hávær.“ Verður að skapa sér rými Sigríður svarar játandi þegar hún er innt eftir því hvort reynsla hennar á vettvangi fréttamennskunnar hafi ekki reynst henni vel við skrif á Eldunum. „Maður náttúrulega kannast við jarðvísindamennina eftir að hafa fjallað um eldgos sem hafa orðið undanfarin tuttugu ár. Maður er vanur því að hitta þá og tala við þá og allt svoleiðis. Og svo þessar stemningslýsingar á vettvangi. Bæði á vettvangi gosanna og í stjórnstöð almannavarna.“ En er ekki talsvert púsluspil að samtvinna þetta tvennt, fréttamannsstarfið og ritstörfin? „Maður þarf að skapa sér rými til þess að gera þetta. Þegar ég skrifaði fyrstu bókina mína tók ég mér þriggja mánaða frí til að skrifa allavega fyrsta uppkast. Ég hef líka verið svo heppin að fá rithöfundalaun núna tvisvar og vinnustaðurinn minn hefur sýnt þessu skrýtna áhugamáli mínu furðulegt langlundargeð og ég hef fengið að taka launalaus frí til að gera þetta, minnkað við mig vinnu og svoleiðis. Þannig er hægt að púsla þessu saman,“ segir Sigríður. „Blaðamennska er svo skapandi og krefjandi starf að ég sé það ekki fyrir mér að maður setjist niður eftir fullan vinnudag á fréttastofu og ryðji frá sér einhverjum skapandi texta. Maður tæmir þá tanka í hinni vinnunni. Þannig að maður þarf að gefa sér pláss til að gera þetta.“ Eldarnir – Ástir og aðrar hamfarir kom út 4. nóvember síðastliðinn. Þá liggur auðvitað beint við að spyrja hvort Sigríður sé byrjuð að huga að næsta verkefni. „Já, það vantar ekki hugmyndir, það er alveg af nógu að taka þar,“ segir Sigríður. „Ég er komin með hugmynd,“ játar hún loks. „Hún er á leiðinni.“ Ætlarðu að halda þig við hamfarirnar eða fara í aðra átt? „Það eru alltaf hamfarir,“ segir Sigríður, örlítið dularfyllri í málrómnum en áður. „En ég hef verið að skrifa svolítið fram í tímann hingað til og hugsa að ég skrifi um fortíðina næst.“
„Þá fékk ég eiginlega taugaáfall og hélt að það væri að byrja að gjósa þar og að sagan mín væri ónýt,“
„Hvers vegna höfum við ekkert heyrt um þetta fyrr en núna? Við höfum fjárfest fyrir marga milljarða í alþjóðaflugvelli, markaðssett hann sem miðstöð flugs um Norður-Atlantshafið, erum fyrst núna að rétta úr kútnum eftir faraldurinn; hvað ef það verða stöðug eldgos í þrjátíu ár?“
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira