Veltir fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 18:46 Óli Stefán ritaði langan og ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína um umhverfi þjálfara á Íslandi. Vísir/Bára Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira