Veltir fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 18:46 Óli Stefán ritaði langan og ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína um umhverfi þjálfara á Íslandi. Vísir/Bára Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, KA og nú Sindra frá Höfn í Hornafirði, birti athyglisverðan pistil á Facebook-síðu sinni í dag. Þar veltir hann fyrir sér hvort þjálfarar á Íslandi séu lagðir í einelti. Segist hann hafa velt þessari spurningu fyrir sér á þeim fimm árum sem hann hefur þjálfað í efstu deildum Íslands í knattspyrnu. Pistilinn má finna í heild sinni hér að neðan. „Umfjöllunin er orðin gríðarleg og mikil fagmennska í þeirri beinagrind sem sett er upp í kringum starfið okkar. Ég fagna sérstaklega að umfjöllun kvennaknattspyrnu sé að stór aukast enda löngu kominn tími á það að sérfræðingarnir okkar sýni stelpunum þann áhuga sem þær eiga skilið,“ segir meðal annars í pistlinum. „Á sama tíma hafa samfélagsmiðlar stóraukist og þessi neikvæða, niðurrifs rödd mjög ríkjandi. Í kringum íþróttir höfum við fært okkur á þann stall að allir sem horfa eru sérfræðingar um leikinn,“ bætir hann við. Hann nefnir að hann sé vel menntaður og hafi stúderað leikinn í fjölda ára. Þá er hann til að mynda með UEFA Pro-skírteini frá norska knattspyrnusambandinu. Þar var meðal annars farið yfir það hvernig það er að vera rekinn. „Það er svo algengt er að við séum reknir úr störfum okkar, oft vegna óraunhæfa væntinga sem búnar eru til af fólki sem hefur „skoðanir.“ Ég hef farið á námskeið í öllum andskotanum, sem ég hef haldið að komi að notum í starfinu og farið í heimsóknir út um allan heim til stórliða og stórþjálfara, til að læra meira um knattspyrnustjórnun.“ Starfinu fylgir bæði hrós og gagnrýni „Mér hefur líka verið hrósað fyrir vel unnið starf oft og iðulega af fjölmiðlum. Ég hef réttilega verið gagnrýndur þar sem ég hef líklega gert fleiri mistök en margir af bestu þjálfurum Íslands.“ Óli Stefán stýrði KA til 5. sætis Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð, er það besti árangur Akureyringa í 20 ár. Árið þar áður var liðið í 7. sæti en nú í sumar var honum hins vegar sagt upp störfum eftir aðeins fimm leiki. Hann kom til KA eftir að hafa stýrt Grindavík í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Sumarið 2018 var Grindavík aðeins einu sæti yfir ofan fallsætin tvö og í fyrra féll liðið svo. Óli Stefán ræðir svo skoðun manna, og kvenna, á sér. „Tek það fram að ég virði skoðanir, og ekki nokkur maður þarf að hafa jákvæða skoðun á mér, nema síður sé. Það er algjörlega ekki mín ætlun að segja náunganum að hann verði að hafa jákvæða skoðun á mér eða tala bara um mín störf á jákvæðan hátt.“ „Þegar að neikvæð skoðun á þjálfurum er síendurtekin, þjálfarinn niðurlægður, og jafnvel strítt til þess að auka við hlustun, lestur eða áhorf, líkist það mjög skilgreiningu á ákveðinni hegðun … Hvað kallast þessi hegðun aftur,“ segir Óli í pistli sínum. „Það þarf ekki annað en að hlusta á vinsælasta hlaðvarp landsins í 5 mín til að heyra þessa hegðun.“ Óli ræðir einnig það hræðilega einelti sem hann varð fyrir í æsku í pistli sínum. Að lokum útskýrir hann svo af hverju hann er farinn að þjálfa Sindra frá Höfn í Hornafirði sem leika í 3. deildinni þrátt fyrir allan þann árangur sem hann hefur náð í efstu deild. „Ein af aðalástæðum þess að ég tók að mér þjálfarastarf í þriðju deild á Íslandi er sú að þar er lítil umfjöllun og ég get unnið ómengað starfið sem ég elska af ástríðu og alúð,“ segir Óli Stefán að lokum í þessum áhugaverða pistli. Eru þjálfarar lagðir í einelti ? Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér á þessum fimm árum sem ég hef þjálfað í...Posted by Óli Stefán Flóventsson on Thursday, November 12, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó