Óttast meiri smithættu í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í þeim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:05 Það var nokkuð margt um manninn í Smáralind í dag enda jólavertíðin að hefjast. Vísir/Sunna Karen Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir harðlega að tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn, nái ekki til verslana sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir. Með nýjum reglum sem taka gildi á miðvikudag munu fjöldatakmarkanir almennt miðast áfram við tíu manns að hámarki. Þetta segir Andrés vera mikil vonbrigði. Hann segir skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Hann óttast einnig að þessar fjöldatakmarkanir muni hafa skaðleg áhrif á jólaverslun. Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir sem hafi ekki síður í för með sér aukna smithættu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Við gagnrýnum þetta mjög mikið. Þessi tilkynning olli okkur miklum vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld kæmu til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haldið á lofti í samtölum okkar við þríeykið og stjórnvöld á undanförnum vikum, að það verði að taka tillit til stærðar húsnæðis sem um er að ræða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. „Það er engin lógík í því að lítið apótek hérna í Kópavogi, sem að ég labbaði fram hjá rétt áðan, pínulítið apótek í austurhluta Kópavogs, megi hafa 50 viðskiptavini þar inni á sama tíma á meðan stærsta verslunarhúsnæði á Íslandi sem er 22.500 fermetrar megi hafa 10 inni,“ segir Andrés. Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen „Það fær enginn mann til að trúa því að út frá sóttvarnasjónarmiðum sé minni hætta á smiti inni í apótekinu heldur en í risastóru húsnæði eins og byggingavöruverslanirnar eru til dæmis. Þess utan erum við náttúrlega að benda á það líka að samkvæmt okkar bestu vitneskju hefur ekki eitt einasta smit komið upp í verslunum,“ bætir hann við. Hann sé sérlega óánægður með stöðuna í ljósi þess að nú sé háannatími jólavertíðarinnar að hefjast. „Þetta kemur til með að hafa slæm áhrif á jólaverslun. Það fer einhver hluti af viðskiptunum fram á netinu en það mun að okkar mati hvergi duga til að vinna upp það óhagræði, og ég vil segja tap, sem greinin mun verða fyrir út af þessu,“ segir Andrés. Viðskiptavinir biðu í röðum fyrir utan verslanir í Smáralind í dag, enda mega aðeins tíu vera inni í hverri verslun í einu.Vísir/Sunna Karen Þá muni óhjákvæmilega myndast raðir fyrir utan verslanir en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Smáralind í dag var töluvert margt um manninn og nokkuð um það að raðir mynduðust fyrir utan verslanir. Þetta getur gerst hvort sem er innan eða utan verslunarmiðstöðva að sögn Andrésar. „Það er allra veðra von og við trúum því ekki að það sé minni smithætta í röðum þar sem það er ekkert hægt að fylgjast með því hvort fólk viðri tveggja metra regluna. Við teljum með öðrum orðum að það sé mun meiri smithætta í röðum fyrir utan verslanir heldur en inni í stóru og rúmgóðu verslunarhúsnæði,“ segir Andrés. Í einhverjum tilfellum voru fleiri í röð utan við verslanir en inni í verslununum.Vísir/Sunna Karen „Allar þessar aðgerðir valda okkur vonbrigðum. Við höfðum ástæðu til að ætla að stjórnvöld myndu slaka á þessu, taka tillit til þeirra sjónarmiða sem við höfum haldið á lofti, að það verði að vera samræmi. Að fjöldi þeirra sem mega vera inni í húsnæði á hverjum tíma miðist við stærð þess húsnæðis sem um er að ræða. Það getur ekki stjórnað smithættunni hvaða tegund verslunar er um að ræða, við erum búin að hamra á þessu við stjórnvöld,“ segir Andrés. „Þess vegna er þetta útspil og þessar nýju aðgerðir sem koma til framkvæmda á miðvikudaginn veruleg vonbrigði fyrir okkur.“ Smáralind í dag.Vísir/Sunna Karen
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira