Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2025 10:23 Gunnar Kristinn Sigurðsson. Kadeco Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Í tilkynningu segir að Gunnar hafi áralanga reynslu sem stjórnandi á sviði markaðsmála og viðskiptaþróunar. „Hann kemur til Kadeco frá KPMG þar sem hann leiddi viðskiptaþróun og markaðsmál. Þar stýrði hann markaðsteymi fyrirtækisins og tók þátt í fjölmörgum verkefnum, meðal annars í tengslum við vöruþróun, stefnumótun, stafræna umbreytingu og sjálfbærni. Áður starfaði Gunnar sem markaðsstjóri hjá Isavia þar sem hann leiddi stefnumótun og framkvæmd markaðs- og samskiptamála fyrir Keflavíkurflugvöll og aðrar rekstrareiningar félagsins. Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræði í Strathclyde University í Skotlandi,“ segir í tilkynningunni. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir að um sé að ræða nýja stöðu hjá Kadeco. „Gunnar býr yfir mikilli reynslu af markaðsmálum og viðskiptaþróun bæði innanlands og erlendis. Markmiðið er að auka sýnileika K64 þróunaráætlunarinnar og þeirra fjölmörgu tækifæra sem eru til staðar á svæðinu umhverfis Keflavíkurflugvöll. Síðustu ár hafa að miklu leyti farið í mikilvægt markaðsstarf og samráð við framfylgd K64 þróunaráætlunarinnar. Næsta ár verður viðburðaríkt og við hjá Kadeco hlökkum mikið til að fá Gunnar til liðs við okkur,“ er haft eftir Pálma. „Það er spennandi að fá að taka við markaðsmálum Kadeco. Framtíðarsýnin er metnaðarfull og það eru gífurleg tækifæri í að efla og byggja upp svæðið í kring um Keflavíkurflugvöll,“ segir Gunnar Kristinn. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Ný þróunaráætlun fyrir flugvallarsvæðið, K64, var kynnt í mars 2023. Kadeco hefur leitt vinnu við gerð áætlunarinnar í samstarfi við fjölda aðila bæði innlenda og erlenda. Þróunaráætluninni er ætlað að vera drifkraftur til aukinnar atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja Reykjanes sem aðlaðandi stað fyrir fólk til að búa á, starfa og heimsækja. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu segir að Gunnar hafi áralanga reynslu sem stjórnandi á sviði markaðsmála og viðskiptaþróunar. „Hann kemur til Kadeco frá KPMG þar sem hann leiddi viðskiptaþróun og markaðsmál. Þar stýrði hann markaðsteymi fyrirtækisins og tók þátt í fjölmörgum verkefnum, meðal annars í tengslum við vöruþróun, stefnumótun, stafræna umbreytingu og sjálfbærni. Áður starfaði Gunnar sem markaðsstjóri hjá Isavia þar sem hann leiddi stefnumótun og framkvæmd markaðs- og samskiptamála fyrir Keflavíkurflugvöll og aðrar rekstrareiningar félagsins. Gunnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræði í Strathclyde University í Skotlandi,“ segir í tilkynningunni. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, segir að um sé að ræða nýja stöðu hjá Kadeco. „Gunnar býr yfir mikilli reynslu af markaðsmálum og viðskiptaþróun bæði innanlands og erlendis. Markmiðið er að auka sýnileika K64 þróunaráætlunarinnar og þeirra fjölmörgu tækifæra sem eru til staðar á svæðinu umhverfis Keflavíkurflugvöll. Síðustu ár hafa að miklu leyti farið í mikilvægt markaðsstarf og samráð við framfylgd K64 þróunaráætlunarinnar. Næsta ár verður viðburðaríkt og við hjá Kadeco hlökkum mikið til að fá Gunnar til liðs við okkur,“ er haft eftir Pálma. „Það er spennandi að fá að taka við markaðsmálum Kadeco. Framtíðarsýnin er metnaðarfull og það eru gífurleg tækifæri í að efla og byggja upp svæðið í kring um Keflavíkurflugvöll,“ segir Gunnar Kristinn. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Ný þróunaráætlun fyrir flugvallarsvæðið, K64, var kynnt í mars 2023. Kadeco hefur leitt vinnu við gerð áætlunarinnar í samstarfi við fjölda aðila bæði innlenda og erlenda. Þróunaráætluninni er ætlað að vera drifkraftur til aukinnar atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja Reykjanes sem aðlaðandi stað fyrir fólk til að búa á, starfa og heimsækja.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira