Vilja gefa fólki annað tækifæri í lífinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:08 Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn fara fyrir áfangaheimilinu, sem fær nafnið Annað tækifæri. Vísir/Egill Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von. Fíkn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von.
Fíkn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira