Tvö fyrirtæki á „svörtum lista“ kærunefndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 15:50 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson. Neytendur Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Tvö fyrirtæki, Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands, hyggjast ekki lúta úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem féllu neytendum í hag. Eru fyrirtækin þau einu sem ekki ætla sér að una úrskurði nefndarinnar frá því að hún tók til starfa við byrjun þessa árs en nefndin hefur fellt yfir fimmtíu úrskurði frá því í janúar. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni og vísa til tveggja úrskurða nefndarinnar sem fyrirtækin fallast ekki á. Þannig hefur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. hafnað því að endurgreiða neytanda rúma 1,1 milljón króna auk vaxta vegna pakkaferðar sem var afpöntuð. Þá var Ormsson ehf. gert að greiða neytanda rúma 100 þúsund krónur vegna tjóns sem þvottavél frá fyrirtækinu olli en fyrirtækið hyggst ekki virða úrskurðinn. „Neytendasamtökin hvetja fyrirtækin til að fara að úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Samtökin munu vekja athygli á umræddum lista og upplýsa neytendur, ef fleiri fyrirtæki hafna því að fara að úrskurðum nefndarinnar,“ segir í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna. Segja ekki hægt að afbóka með skömmum fyrirvara Í tilfelli máls Ferðaskrifstofu Íslands hafði kærunefndin fallist á röksemdir þess er kvartaði til nefndarinnar um að viðkomandi hafi verið heimilt að afpanta pakkaferð án greiðslu þóknunar. Í andsvörum sínum benti ferðaskrifstofan á að ferðin sem keypt var hafi ekki verði felld niður og því hafi fyrirtækið þurft að greiða kostnað vegna hennar að fullu. Ekki hafi verið hægt að bregðast við afbókuninni svo stuttu fyrir brottför. „Þá verði óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður vegna smitsjúkdóma ekki til fyrr en yfirvöld hafi lagt bann við ferðalögum eða mælst eindregið gegn því að farið sé í ferðalög til ákveðinna svæða. Þær aðstæður hafi ekki verið til staðar þegar sóknaraðili afpantaði ferðina. Á þeim tíma sem ferðin var farin hafi embætti Landlæknis ekki lagst gegn ferðum til Verona og Madonna á Ítalíu,“ segir meðal annars í kafla um sjónarmið ferðaskrifstofunnar í úrskurði kærunefndar. Staða ferðaskrifstofa og það tjón sem bæði fyrirtæki og neytendur sem hugðu á ferðalög urðu fyrir vegna heimsfaraldursins voru þónokkuð til umræðu fyrr á þessu ári. Var meðal annars reynt að bregðast við því í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Í síðarnefnda málinu, tilfelli Ormsson ehf., féllst kærunefndin á það að galli hafi valdið því að belghosa hafði gefið sig í þvottavél sem keypt var hjá fyrirtækinu tveimur árum og átta mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin féllst þ.a.l. á skaðabótaskyldu vegna vatnstjóns í fasteign kvartanda sem hlaust af vegna gallans. Ormsson lítur svo á að ekkert hafi komið fram í málinu sem sýni fram á að tjónið hafi stafað af mistökum eða vanrækslu af hálfu fyrirtækisins. Hins vegar hafi þvottavélin bilað innan ábyrgðartíma og því hafi fyrirtækið gert við vélina á eigin kostnað. „Varnaraðili bendir á að samkvæmt byggingarreglugerð sé skylda að hafa niðurfall í þvottahúsum. Að sögn varnaraðila vekja atvik þessa máls upp spurningar um það hvernig frágangi sé háttað í þvottahúsi sóknaraðila,“ segir ennfremur í varnarorðum Ormsson.
Neytendur Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira