Reglur á landamærunum í kórónuveirufaraldrinum, gagnrýni sem fram hefur komið vegna strangra sóttvarnaaðgerða, breytingar á stjórnarskrá og málefni flóttamanna verður meðal þess sem ber á góma í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2, í dag.
Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.
Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.