Dustin Johnson sigurvegari á Masters í fyrsta sinn Ísak Hallmundarson skrifar 15. nóvember 2020 20:00 Dustin Johnson hefur átt magnað ár. Getty/Patrick Smith Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu. Golf Bandaríkin Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu.
Golf Bandaríkin Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira