Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug.
Til stóð að ferðin hæfist í gærkvöldi en skotinu var frestað vegna veðurs.
LIVE NOW: We are ready to #LaunchAmerica. Are you? 🚀
— NASA (@NASA) November 15, 2020
Watch coverage of the NASA @SpaceX Crew-1 mission. Liftoff is at 7:27pm ET: https://t.co/cmklwtwzns https://t.co/cmklwtwzns
Samkvæmt áætlunum verða sjö geimför SpaceX send til ISS á næstu 15 mánuðum en um er að ræða bæði mannaðar ferðir og birgðasendingar.
Falcon-Dragon dúóinu verður skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni. Skotið þarf að eiga sér stað á nákvæmlega réttum tíma til að rata að geimstöðinni sem er á sporbraut um jörðu.
Ef veður verður vont verður aftur reynt á miðvikudag. Um 50% líkur eru á að af skotinu verði í nótt.
Geimfararnir fjórir munu dvelja fjóra mánuði á geimstöðinni en þar eru þrír fyrir.
Astronauts flying aboard Crew Dragon’s first operational mission to the @space_station: Mike Hopkins, Victor Glover, Shannon Walker, and Soichi Noguchi pic.twitter.com/2XEQFecczT
— SpaceX (@SpaceX) November 15, 2020