Ari Freyr: Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2020 21:56 Daniel Wass og Ari Freyr Skúlason í barátunni um boltann en dæmt var víti á Ara fyrir meint brot á Wass. EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
„Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. Danir komust yfir snemma leiks eftir að víti var dæmt á Ara að því er virtist fyrir frekar litlar sakir. Danir skoruðu svo sigurmark sitt úr öðru víti í uppbótartíma: „Tvö víti en við getum verið mjög stoltir af þessari frammistöðu eftir svekkelsið í Ungverjalandi og að hafa skipt mörgum leikmönnum inn í liðið,“ sagði Ari við Stöð 2 Sport. Aðspurður um vítið sem hann fékk dæmt á sig sagði Ari: „Ég veit af honum þarna svo ég reyni að teygja mig í boltann. Hann hoppar inn í mig og fyrir mér er þetta aldrei víti. Ég sparka ekki í hann, ég set löppina bara upp til að ná boltanum. Þetta er svona, því miður, og maður verður að kyngja þessu.“ Ari lék síðustu mínúturnar í 2-1 tapinu sára gegn Ungverjalandi á fimmtudag og viðurkenndi að síðustu dagar væru búnir að vera erfiðir: „Það er hægt að segja það. Þegar maður hefur farið á stórmót og er svona nálægt þessu, þá er mjög erfitt að kyngja þessu. Lífið heldur áfram en þetta verður í huga okkar alla ævi. En við getum verið stoltir af því hvað við höfum afrekað síðustu ár og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni.“ Íslensku strákarnir eru nú að spila sína síðustu leiki undir stjórn Eriks Hamrén og vilja að sjálfsögðu kveðja hann með góðum leik gegn Englandi á miðvikudag: „Auðvitað. Það var líka planið í dag. En því miður var þetta svona. En við getum verið mjög stoltir af þessu, setjum hausinn upp og áfram gakk.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47 Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Dönum Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1. 15. nóvember 2020 21:45
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39
Sjáðu þegar Kasper Schmeichel lá eftir samstuð við Albert Fyrri hálfleikurinn í leik Danmerkur og Íslands á Parken endaði á miklu samstuði á milli markvarðar Dana og eins sóknarmanns íslenska liðsins. 15. nóvember 2020 20:47
Leik lokið: Danmörk - Ísland 2-1 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu í Þjóðadeildinni Annan leikinn í röð fékk Ísland á sig sigurmark í uppbótartíma. Strákarnir urðu að sætta sig við 2-1 tap fyrir Dani. 15. nóvember 2020 23:05