Sara Rún aðeins sú þriðja sem skorar þrjátíu stig í leik fyrir A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:00 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020) Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
Körfubolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira