Kauphegðun hefur breyst til frambúðar Nettó 16. nóvember 2020 09:06 Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa vísir/Vilhelm Íslendingar hafa á nokkrum mánuðum sjóast svo um munar í viðskiptum á netinu. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa telur að kauphegðun hafi breyst til frambúðar og verslanir hafi á örfáum vikum komið verkefnum sem voru á fimm ára planinu í framkvæmd þegar covid skall á. Framundan séu spennandi tímar. „Við erum að horfa á þreföldun í sölu á netinu frá því sem var fyrir ári síðan og markaðurinn sem verslar á netinu hefur náð þeirri stærð sem búist var við að yrði í fyrsta lagi árið 2025. Við hlaupum á fullri ferð núna og tökum stór skref en á einhverjum tímapunkti mun þetta ná jafnvægi þegar lífið verður aftur eðlilegt eftir Covid en breytingin á kauphegðun okkar mun verða til framtíðar,“ segir Gunnar. Salan tífaldaðist á einum degi „Í upphafi byrjuðum við að týna til pantanir í verslunum og keyrðum út þaðan. Í mars, þegar samkomutakmarkanir hófust, tífaldaðist salan nánast á einum degi og verslanir réðu ekki við þennan ágang. Með okkar frábæra starfsfólki byggðum við miðlæga týnsluverslun, sem í daglegu tali kallast Svörtuloft, á aðeins vikutíma. Í dag keyrum við allar heimsendingar út þaðan," segir Gunnar. „Samkaup reka rúmlega 60 verslanir út um allt land og við erum stöðugt að hugsa hvernig við getum þjónustað viðskiptavini betur og nýtt okkar verslanir betur. Nettó og Krambúðirnar fóru þannig í samstarf nú í haust þar sem viðskiptavinir geta pantað á netinu og sótt í sína Krambúð. Í framtíðinni munum við þróa þetta áfram og horfa til að breikka vöruframboðið og fjölga samstarfsaðilum." Þróunin í netverslun hröð „Í Bretlandi er því spáð að 25% af matvörusölu verði á netinu og kollegar í Danmörku telja að 10% af veltunni með matvöru verði á netinu á næstu 10 árum. Það er spennandi að velta því fyrir sér hvernig þetta verður á íslenskum markaði eftir 5 ár. Þróunin er svo hröð, nú er frumvarp um sölu áfengis á netinu til umræðu og sala lyfjaverslana á netinu er einnig að aukast. Við vorum fyrsta lágvöruverslunin til að fara á netið og netverslun Nettó er leiðandi í sölu á mat á netinu. Við tökum það hlutverk alvarlega, samkeppnin er að aukast og markaðurinn stækka eftir því sem ný kynslóð kemur fram því innkaupavenjur unga fólksins eru allt aðrar en minnar kynslóðar til dæmis. Við erum í miðjum stormunum núna og afar spennandi að fylgjast með þessari miklu dýnamík,“ segir Gunnar. Leiðandi í sölu á matvöru á netinu „Við bjóðum uppá netverslun á öllum þeim stöðum þar sem Nettó verslanir eru. Það fer vaxandi að fólk panti og sæki vörurnar á móti heimsendingunni og ég spái því að þegar jafnvægi kemst aftur á í samfélaginu þá muni fólk panta á netinu og sækja í verslun. Fólk vill einfaldlega velja suma hluti eins og kjöt og ávexti, bara eins og þegar fólk kaupir sér sjónvarp. Það vill skoða vöruna en pantar hana svo á netinu. Ég held að hvor verslunin geti ekki án hinnar verið.“ Mínar síður einfalda innkaupin Til þess að verða vefkúnni þarf fólk að versla þrisvar. Fólk býr til aðgang og skráir inn heimilisfang og fleiri upplýsingar. Kerfið heldur utan um vörurnar sem keyptar eru og hægt að ganga að þeim undir „mínar síður“. „Innkaupalistinn þinn inniheldur í kringum 200 vörur en í versluninni allri eru yfir 10.000 vörunúmer og fólk þarf ekki að blaða í gegnum það allt. Auðvitað er svo hægt að nota leitarvélina til að finna ákveðnar vörur. Fólk er þá gjarnan með skrifaðan innkaupalista við hliðina á sér og notar leitarvélina til að raða saman pöntuninni. Inni á síðunni er einfalt kennslumyndband til að auðvelda byrjendum í netverslun að búa til aðgang.“ Innkaupin á innan við fimm mínútum og minni sóun „Sama og síðast“ er einnig vinsælt þá er bara karfan sem keypt var við síðustu heimsókn keypt aftur. Við erum einnig með fyrirfram samsettar matarkörfur svo sem byrjendakörfu og körfu fyrir barnafjölskyldu. Þá vorum við að bæta við nýjung í netverslunina sem við köllum „Minni sóun“ en við höfðum boðið upp á þetta í nokkur ár í verslununum. Minni sóun gengur út á að vörur fara á hærri afslátt eftir því sem nær dregur líftíma vörunnar.“ Sjá nánar á Nettó.is Nú stendur yfir skemmtilegur leikur á facebooksíðu Nettó. Tveir heppnir einstaklingar geta unnið gjafabréf að verðmæti 15.000 krónur. Taggaðu þann sem þú vilt að vinni gjafabréfið og þið komist í pottinn. Dregið verður þann 25. nóvember. Matur Verslun Lífið Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Íslendingar hafa á nokkrum mánuðum sjóast svo um munar í viðskiptum á netinu. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa telur að kauphegðun hafi breyst til frambúðar og verslanir hafi á örfáum vikum komið verkefnum sem voru á fimm ára planinu í framkvæmd þegar covid skall á. Framundan séu spennandi tímar. „Við erum að horfa á þreföldun í sölu á netinu frá því sem var fyrir ári síðan og markaðurinn sem verslar á netinu hefur náð þeirri stærð sem búist var við að yrði í fyrsta lagi árið 2025. Við hlaupum á fullri ferð núna og tökum stór skref en á einhverjum tímapunkti mun þetta ná jafnvægi þegar lífið verður aftur eðlilegt eftir Covid en breytingin á kauphegðun okkar mun verða til framtíðar,“ segir Gunnar. Salan tífaldaðist á einum degi „Í upphafi byrjuðum við að týna til pantanir í verslunum og keyrðum út þaðan. Í mars, þegar samkomutakmarkanir hófust, tífaldaðist salan nánast á einum degi og verslanir réðu ekki við þennan ágang. Með okkar frábæra starfsfólki byggðum við miðlæga týnsluverslun, sem í daglegu tali kallast Svörtuloft, á aðeins vikutíma. Í dag keyrum við allar heimsendingar út þaðan," segir Gunnar. „Samkaup reka rúmlega 60 verslanir út um allt land og við erum stöðugt að hugsa hvernig við getum þjónustað viðskiptavini betur og nýtt okkar verslanir betur. Nettó og Krambúðirnar fóru þannig í samstarf nú í haust þar sem viðskiptavinir geta pantað á netinu og sótt í sína Krambúð. Í framtíðinni munum við þróa þetta áfram og horfa til að breikka vöruframboðið og fjölga samstarfsaðilum." Þróunin í netverslun hröð „Í Bretlandi er því spáð að 25% af matvörusölu verði á netinu og kollegar í Danmörku telja að 10% af veltunni með matvöru verði á netinu á næstu 10 árum. Það er spennandi að velta því fyrir sér hvernig þetta verður á íslenskum markaði eftir 5 ár. Þróunin er svo hröð, nú er frumvarp um sölu áfengis á netinu til umræðu og sala lyfjaverslana á netinu er einnig að aukast. Við vorum fyrsta lágvöruverslunin til að fara á netið og netverslun Nettó er leiðandi í sölu á mat á netinu. Við tökum það hlutverk alvarlega, samkeppnin er að aukast og markaðurinn stækka eftir því sem ný kynslóð kemur fram því innkaupavenjur unga fólksins eru allt aðrar en minnar kynslóðar til dæmis. Við erum í miðjum stormunum núna og afar spennandi að fylgjast með þessari miklu dýnamík,“ segir Gunnar. Leiðandi í sölu á matvöru á netinu „Við bjóðum uppá netverslun á öllum þeim stöðum þar sem Nettó verslanir eru. Það fer vaxandi að fólk panti og sæki vörurnar á móti heimsendingunni og ég spái því að þegar jafnvægi kemst aftur á í samfélaginu þá muni fólk panta á netinu og sækja í verslun. Fólk vill einfaldlega velja suma hluti eins og kjöt og ávexti, bara eins og þegar fólk kaupir sér sjónvarp. Það vill skoða vöruna en pantar hana svo á netinu. Ég held að hvor verslunin geti ekki án hinnar verið.“ Mínar síður einfalda innkaupin Til þess að verða vefkúnni þarf fólk að versla þrisvar. Fólk býr til aðgang og skráir inn heimilisfang og fleiri upplýsingar. Kerfið heldur utan um vörurnar sem keyptar eru og hægt að ganga að þeim undir „mínar síður“. „Innkaupalistinn þinn inniheldur í kringum 200 vörur en í versluninni allri eru yfir 10.000 vörunúmer og fólk þarf ekki að blaða í gegnum það allt. Auðvitað er svo hægt að nota leitarvélina til að finna ákveðnar vörur. Fólk er þá gjarnan með skrifaðan innkaupalista við hliðina á sér og notar leitarvélina til að raða saman pöntuninni. Inni á síðunni er einfalt kennslumyndband til að auðvelda byrjendum í netverslun að búa til aðgang.“ Innkaupin á innan við fimm mínútum og minni sóun „Sama og síðast“ er einnig vinsælt þá er bara karfan sem keypt var við síðustu heimsókn keypt aftur. Við erum einnig með fyrirfram samsettar matarkörfur svo sem byrjendakörfu og körfu fyrir barnafjölskyldu. Þá vorum við að bæta við nýjung í netverslunina sem við köllum „Minni sóun“ en við höfðum boðið upp á þetta í nokkur ár í verslununum. Minni sóun gengur út á að vörur fara á hærri afslátt eftir því sem nær dregur líftíma vörunnar.“ Sjá nánar á Nettó.is Nú stendur yfir skemmtilegur leikur á facebooksíðu Nettó. Tveir heppnir einstaklingar geta unnið gjafabréf að verðmæti 15.000 krónur. Taggaðu þann sem þú vilt að vinni gjafabréfið og þið komist í pottinn. Dregið verður þann 25. nóvember.
Nú stendur yfir skemmtilegur leikur á facebooksíðu Nettó. Tveir heppnir einstaklingar geta unnið gjafabréf að verðmæti 15.000 krónur. Taggaðu þann sem þú vilt að vinni gjafabréfið og þið komist í pottinn. Dregið verður þann 25. nóvember.
Matur Verslun Lífið Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira