Handbolti

Spurningakeppni sérfræðinganna í Seinni bylgjunni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson ætlar að spyrja sína sérfræðinga spjörunum úr í kvöld.
Henry Birgir Gunnarsson ætlar að spyrja sína sérfræðinga spjörunum úr í kvöld. Vísir/Vilhelm

Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, ætlar að bjóða upp á spurningakeppni milli sérfræðinganna í þætti kvöldsins.

Lið kvöldsins verða hafa verið sett saman en þau eru annars vegar lið skipað þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni og hins vegar lið skipað þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni.

Það verður fróðlegt að sjá hvort liðanna verður sterkara á svellinum og það er einnig von á því að það verði létt yfir mönnum.

Olís deildirnar hafa verið í frosti síðan í byrjun október og nýjar reglur þýða að það verður ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi um miðja desember.

Henry Birgir og félagar hafa samt ekki misst úr mánudag og Seinni bylgjan verður á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×