Ísland þriðja flokks fyrir undankeppni HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 15:01 Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM í Rússlandi en hefur nú dregist niður í 3. flokk. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti