Svíar takmarka samkomur við átta manns Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 13:48 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, var með skýr skilaboð til þjóðar sinnar á fréttamannafundi í dag. AP Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira