Þýskar kórónuveiruauglýsingar vekja mikla athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 15:02 Maðurinn lýsir vetrinum árið 2020 á dramatískan hátt. Skjáskot Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira