Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 18:23 Víðir Reynisson ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Lögreglan „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
„Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira