Grímunotkun geri okkur kleift að gera meira Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 22:01 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Arnar Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, telur útbreiddari grímunotkun gera það að verkum að mögulegt sé að halda úti ákveðinni starfsemi sem ekki var möguleg á fyrri stigum faraldursins þegar ekki var mælt með grímunotkun. Sóttvarnayfirvöld séu stöðugt að læra af reynslunni og þurfi að meta hverju sinni hvaða skref skuli taka. „Ég held að það að nota grímur, og að það sé mikil grímunotkun, leyfi okkur ýmislegt sem við gátum ekki gert fyrr í faraldrinum þegar grímunotkun var ekki eins útbreidd. Það myndi sérstaklega eiga við um þessa einyrkjastarfsemi þar sem er mjög auðvelt að tryggja að þessir örfáu einstaklingar sem eru inni í rýminu hverju sinni séu að beita viðeigandi sóttvörnum,“ sagði Jón Magnús í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir grímunotkun geta oft tryggt fullnægjandi sóttvarnaráðstafanir og lágmarka þannig hættuna á dreifingu kórónuveirunnar í ákveðnum aðstæðum. Þó tekur hann undir orð Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðings Bandaríkjanna, að líklega þurfi fólk að nota grímur og huga að sóttvörnum þó svo að bólusetning hefjist. Helsta hættan væri á að hópfaraldur færi af stað á meðan samfélagið biði eftir viðeigandi vörn. „Við getum ekki gert ráð fyrir því að þegar bóluefnið kemur að 90 prósent fólks verði bólusett einn, tveir og bingó og þá verði allt búið. Það þarf vanalega að gefa þetta fyrst þeim sem eru í mestri áhættu á alvarlegum sjúkdómi. Svo þarf að tryggja það að aðrir hópar innan samfélagsins fái þetta líka,“ sagði Jón Magnús. „Þetta tekur tíma.“ Frábærar fréttir af bóluefnaþróun Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið greindi frá þessu þegar kynntar voru fyrstu niðurstöður úr rannsóknum. Niðurstöðurnar voru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Jón Magnús segir fregnirnar gríðarlega jákvæðar. „Það eru náttúrulega frábærar fréttir. Það sem er kannski jákvæðast er að Pfizer-bóluefnið og Moderna-bóluefnið, þetta eru algjörlega aðskildar stofnanir, aðskilin bóluefni og aðskilin aðferðafræði. Samt erum við að ná þessum árangri með tveimur aðskildum einstökum bóluefnum sem nota sömu aðferðafræði, þetta RNA-erfðaefnis bóluefni,“ segir Jón Magnús. „Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir, að þarna erum við að sjá árangur á tveimur mismunandi vígstöðvum.“ Handabandið verður sjaldnar notað Aðspurður hvort hann búist við því að venjur fólks muni breytast eftir heimsfaraldur, samkomubann og fjarlægðartakmarkanir segist Jón Magnús búast við því. „Ég sé fram á að það verði kannski einhver breyting. Ég hugsa að við verðum núna opnari fyrir grímunotkun varðandi faraldra annarra öndunarfærasýkingar. Hvort það verði dramatískar breytingar veit maður ekki.“ Sjálfur telur hann þó líklegt að hann hvíli handabandið, enda sé það algeng smitleið. „Ég held að handabandið verði ekki lengur hluti af minni venju.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. 16. nóvember 2020 15:28 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, telur útbreiddari grímunotkun gera það að verkum að mögulegt sé að halda úti ákveðinni starfsemi sem ekki var möguleg á fyrri stigum faraldursins þegar ekki var mælt með grímunotkun. Sóttvarnayfirvöld séu stöðugt að læra af reynslunni og þurfi að meta hverju sinni hvaða skref skuli taka. „Ég held að það að nota grímur, og að það sé mikil grímunotkun, leyfi okkur ýmislegt sem við gátum ekki gert fyrr í faraldrinum þegar grímunotkun var ekki eins útbreidd. Það myndi sérstaklega eiga við um þessa einyrkjastarfsemi þar sem er mjög auðvelt að tryggja að þessir örfáu einstaklingar sem eru inni í rýminu hverju sinni séu að beita viðeigandi sóttvörnum,“ sagði Jón Magnús í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir grímunotkun geta oft tryggt fullnægjandi sóttvarnaráðstafanir og lágmarka þannig hættuna á dreifingu kórónuveirunnar í ákveðnum aðstæðum. Þó tekur hann undir orð Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðings Bandaríkjanna, að líklega þurfi fólk að nota grímur og huga að sóttvörnum þó svo að bólusetning hefjist. Helsta hættan væri á að hópfaraldur færi af stað á meðan samfélagið biði eftir viðeigandi vörn. „Við getum ekki gert ráð fyrir því að þegar bóluefnið kemur að 90 prósent fólks verði bólusett einn, tveir og bingó og þá verði allt búið. Það þarf vanalega að gefa þetta fyrst þeim sem eru í mestri áhættu á alvarlegum sjúkdómi. Svo þarf að tryggja það að aðrir hópar innan samfélagsins fái þetta líka,“ sagði Jón Magnús. „Þetta tekur tíma.“ Frábærar fréttir af bóluefnaþróun Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið greindi frá þessu þegar kynntar voru fyrstu niðurstöður úr rannsóknum. Niðurstöðurnar voru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Jón Magnús segir fregnirnar gríðarlega jákvæðar. „Það eru náttúrulega frábærar fréttir. Það sem er kannski jákvæðast er að Pfizer-bóluefnið og Moderna-bóluefnið, þetta eru algjörlega aðskildar stofnanir, aðskilin bóluefni og aðskilin aðferðafræði. Samt erum við að ná þessum árangri með tveimur aðskildum einstökum bóluefnum sem nota sömu aðferðafræði, þetta RNA-erfðaefnis bóluefni,“ segir Jón Magnús. „Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir, að þarna erum við að sjá árangur á tveimur mismunandi vígstöðvum.“ Handabandið verður sjaldnar notað Aðspurður hvort hann búist við því að venjur fólks muni breytast eftir heimsfaraldur, samkomubann og fjarlægðartakmarkanir segist Jón Magnús búast við því. „Ég sé fram á að það verði kannski einhver breyting. Ég hugsa að við verðum núna opnari fyrir grímunotkun varðandi faraldra annarra öndunarfærasýkingar. Hvort það verði dramatískar breytingar veit maður ekki.“ Sjálfur telur hann þó líklegt að hann hvíli handabandið, enda sé það algeng smitleið. „Ég held að handabandið verði ekki lengur hluti af minni venju.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. 16. nóvember 2020 15:28 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32
Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. 16. nóvember 2020 15:28