Liverpool fólkið trúir þessu ekki: Coote í VAR-herberginu á Leicester leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 07:31 David Coote með flautuna í leik Crystal Palace og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Peter Cziborra Stuðningsmenn Liverpool sem og margir aðrir eru ekki búnir að gleyma frammistöðu Varsjárinnar í leik Everton og Liverpool fyrir mánuði síðar. Nú hefur enska úrvalsdeildin rifið upp ekki svo gömul sár. Liverpool liðið er að ganga í gegnum mjög erfiðar vikur þar sem mikið erum meiðsli og veikindi innan liðsins. Liðið þarf því að tefla fram hálfgerðu varaliði í toppslagnum á móti Leicester City um næstu helgi. NEW: Fans can t believe it as David Coote returns to VAR for Liverpool vs. Leicester https://t.co/2aT77VMf5x— This Is Anfield (@thisisanfield) November 16, 2020 Það var því ekki á bætandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að frétta af því hver mætir aftur í VAR-herbergið í Leicester leiknum. Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út Chris Kavanagh muni dæma leikinn, Daniel Cook og Marc Perry verða aðstoðardómarar og Paul Tierney er fjórði dómarinn. Stærstu fréttirnar eru þó að David Coote verður VAR-dómari í leiknum. David Coote var einnig í VAR-herberginu í leik Everton og Liverpool á dögunum þegar Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir að enda tímabilið hjá Virgil van Dijk með sóðalegri tæklingu. Coote dæmdi Van Dijk rangstæðan og að hans mati var þá leyfilegt fyrir Pickford að tækla hann svona illa. Confirmed: Chris Kavanagh is the referee for Liverpool vs Leicester City at Anfield on Sunday.David Coote is on VAR duty. #awlfc [pl] pic.twitter.com/ltufWZ5kvA— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2020 Liverpool gerði athugasemd við frammistöðu VAR-dómarans eftir leikinn en það skilaði engu. David Coote var mættur með flautuna í næstu umferð og er nú mánuði síðar aftur í VAR-herberginu í Liverpool leik. Það er heldur ekki neinn venjulegur leikur heldur toppslagur á móti Leicester City. Það var því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool liðsins hafi hneykslast mikið á þessu á samfélagsmiðlum. Þeir geta huggsað sig við það að Liverpool hefur unnið alla sex deildarleikina sem Chris Kavanagh hefur dæmt þar á meðal 2-1 sigur á Leicester í október síðastliðnum. Fans Reaction : David Coote returns to VAR for Liverpool vs Leicester #LFC #Liverpool #LiverpoolFC https://t.co/glfawN6edc via @YouTube pic.twitter.com/8x9MntBHt8— Hayden LFC - Liverpool News (@lfc_hayden) November 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool sem og margir aðrir eru ekki búnir að gleyma frammistöðu Varsjárinnar í leik Everton og Liverpool fyrir mánuði síðar. Nú hefur enska úrvalsdeildin rifið upp ekki svo gömul sár. Liverpool liðið er að ganga í gegnum mjög erfiðar vikur þar sem mikið erum meiðsli og veikindi innan liðsins. Liðið þarf því að tefla fram hálfgerðu varaliði í toppslagnum á móti Leicester City um næstu helgi. NEW: Fans can t believe it as David Coote returns to VAR for Liverpool vs. Leicester https://t.co/2aT77VMf5x— This Is Anfield (@thisisanfield) November 16, 2020 Það var því ekki á bætandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að frétta af því hver mætir aftur í VAR-herbergið í Leicester leiknum. Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út Chris Kavanagh muni dæma leikinn, Daniel Cook og Marc Perry verða aðstoðardómarar og Paul Tierney er fjórði dómarinn. Stærstu fréttirnar eru þó að David Coote verður VAR-dómari í leiknum. David Coote var einnig í VAR-herberginu í leik Everton og Liverpool á dögunum þegar Jordan Pickford fékk enga refsingu fyrir að enda tímabilið hjá Virgil van Dijk með sóðalegri tæklingu. Coote dæmdi Van Dijk rangstæðan og að hans mati var þá leyfilegt fyrir Pickford að tækla hann svona illa. Confirmed: Chris Kavanagh is the referee for Liverpool vs Leicester City at Anfield on Sunday.David Coote is on VAR duty. #awlfc [pl] pic.twitter.com/ltufWZ5kvA— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2020 Liverpool gerði athugasemd við frammistöðu VAR-dómarans eftir leikinn en það skilaði engu. David Coote var mættur með flautuna í næstu umferð og er nú mánuði síðar aftur í VAR-herberginu í Liverpool leik. Það er heldur ekki neinn venjulegur leikur heldur toppslagur á móti Leicester City. Það var því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool liðsins hafi hneykslast mikið á þessu á samfélagsmiðlum. Þeir geta huggsað sig við það að Liverpool hefur unnið alla sex deildarleikina sem Chris Kavanagh hefur dæmt þar á meðal 2-1 sigur á Leicester í október síðastliðnum. Fans Reaction : David Coote returns to VAR for Liverpool vs Leicester #LFC #Liverpool #LiverpoolFC https://t.co/glfawN6edc via @YouTube pic.twitter.com/8x9MntBHt8— Hayden LFC - Liverpool News (@lfc_hayden) November 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira