Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 10:01 Erik Hamren er að fara að kveðja íslenska landsliðið á Wembley annað kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira