Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 07:01 Alls voru keyptar evrur fyrir rúmlega tuttugu milljónir króna. Unsplash/Lena Balk Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna. Dómsmál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna.
Dómsmál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira