Lagt til að lögverndun bókara, viðskipta- og hagfræðinga verði hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:35 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, stendur að baki frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara. Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara.
Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira