Lagt til að lögverndun bókara, viðskipta- og hagfræðinga verði hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:35 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, stendur að baki frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara. Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er meðal annars horft til nýlegrar skýrslu OECD og lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra stendur að baki frumvarpinu og er þar að finna ýmsar breytingar á núgildandi lögum. Meðal annars er lagt er til að lög um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga verði felld brott. Í greinargerð með frumvarpinu segir að menntun og starfsheiti þeirra hafi fest sig í sessi og að lögverndun starfsheitanna veiti engin sérstök réttindi. „Vísast um það einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu þar sem fram kemur að lögverndun starfsheita sé ein tegund samkeppnishindrunar á viðkomandi sviðum,“ segir í greinargerð. Námið orðið viðurkennt Einnig er lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og að próf þess efnis verði aflögð. Samkvæmt núgildandi lögum þarf fólk að þreyta þrjú próf til að hljóta viðurkenningu og í greinargerð segir að þeir sem hafa lokið hluta þeirra geti þó lokið ferlinu. Próf verði því haldin á árunum 2021 og 2022. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nám bókara sé orðið viðurkennt í atvinnulífinu og að ekki sé lengur talin þörf á að ráðherra hlutist til um að veita viðurkenningu og standa fyrir sérstökum prófum. „Fyrsta skrefið í þessu ferli var tekið með lagabreytingu árið 2011 þegar felld var brott skylda ráðherra til að hlutast til um að námskeið yrðu haldin. Talið er tímabært að taka næsta skref og er lagt til að viðurkenningu ráðherra verði hætt og lögverndun starfsheitisins því aflögð.“ Lögverndun bakara og ljósmyndara stendur Í skýrslu OECD sem vísað er til í frumvarpinu kemur fram að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Lagt var til að þetta yrði endurskoðað og í skýrslunni var sérstaklega lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara yrði afnumin. Landssamband bakarameistara gerði alvarlegar athugasemdir við það og sagði stofnunina hafa farið langt umfram verksvið sitt. Í drögunum sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í morgun eru hins vegar ekki lagðar til neinar breytingar er varða lögverndun bakara og ljósmyndara.
Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira