„Ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 14:32 Ástrós Rut Sigurðardóttir Emma Rut litla stelpan Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Einkalífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni.
Einkalífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”