Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 18:56 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir þörfina fyrir mataraðstoð sjaldan hafa verið meiri. Fólk sé bæði sorgmætt og áhyggjufullt í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í átta hundruð heimili hafa sótt um matarúthlutun í nóvember. Ríflega tvö þúsund manns fá matarúthlutun frá Fjölskylduhjálp nú í nóvember en um er að ræða matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sautján matarúthlutanir verða fram að jólum. „Þetta fer að nálgast átta hundruð fjölskyldur,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún bendir á að margir hafi þurft að horfa á eftir lífsviðurværi sínu undanfarna mánuði og því sé þörfin mikil. Jón Elíasson kertagerðarmeistari leggur mikinn metnað í kertagerðina. Um er að ræða svokölluð tólgarkerti. Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er fólk sem er bara ekki með neitt umfram í dag og á ekki fyrir mat,” segir hún. „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð.” Hún segir að hver fjölskylda fái fjóra poka sem innihalda meðal annars brauð, mjólk, ost, skyr, kjöt, fisk og margt fleira. Þá standa samtökin fyrir sölu á svokölluðum kærleikskertum, tólgarkertum sem unnin eru úr mör. Hvert kerti er handgert af Jóni Elíassyni en hann hefur staðið kertavaktina í sjö ár og gerir hátt í þrjú hundruð kerti á dag. „Ég nota bara mörinn. Ég hakka hann niður í hakkavél og bræði á eldavélinni, svo eru hamsarnir sigtaðir frá og þetta bara látið leka,” segir kertagerðarmeistarinn í samtali við fréttastofu. Hvert kerti kostar 650 krónur. Félagasamtök Hjálparstarf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir þörfina fyrir mataraðstoð sjaldan hafa verið meiri. Fólk sé bæði sorgmætt og áhyggjufullt í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í átta hundruð heimili hafa sótt um matarúthlutun í nóvember. Ríflega tvö þúsund manns fá matarúthlutun frá Fjölskylduhjálp nú í nóvember en um er að ræða matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Sautján matarúthlutanir verða fram að jólum. „Þetta fer að nálgast átta hundruð fjölskyldur,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún bendir á að margir hafi þurft að horfa á eftir lífsviðurværi sínu undanfarna mánuði og því sé þörfin mikil. Jón Elíasson kertagerðarmeistari leggur mikinn metnað í kertagerðina. Um er að ræða svokölluð tólgarkerti. Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er fólk sem er bara ekki með neitt umfram í dag og á ekki fyrir mat,” segir hún. „Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð.” Hún segir að hver fjölskylda fái fjóra poka sem innihalda meðal annars brauð, mjólk, ost, skyr, kjöt, fisk og margt fleira. Þá standa samtökin fyrir sölu á svokölluðum kærleikskertum, tólgarkertum sem unnin eru úr mör. Hvert kerti er handgert af Jóni Elíassyni en hann hefur staðið kertavaktina í sjö ár og gerir hátt í þrjú hundruð kerti á dag. „Ég nota bara mörinn. Ég hakka hann niður í hakkavél og bræði á eldavélinni, svo eru hamsarnir sigtaðir frá og þetta bara látið leka,” segir kertagerðarmeistarinn í samtali við fréttastofu. Hvert kerti kostar 650 krónur.
Félagasamtök Hjálparstarf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira