Liðfélagi Gylfa úr þriggja leikja banni og mögulega beint á meiðslalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:31 Richarlison gengur framhjá Gylfa Þór Sigurðssyni og af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið á móti Liverpool. Hann hefur ekki spilað fyrir Everton síðan. Getty/Laurence Griffiths Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið. Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli. Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni. Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020 Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum. Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann. Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti. Everton in the Premier League since 18/19:Most Goals | Richarlison (27)Most Assists | Digne (13)Most Dribbles | Richarlison (121)Most Key Passes | Digne (149)Most Fouls Drawn | Richarlison (159)Most Tackles | Digne (184)They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020 Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison. Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn. Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli. Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið. Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli. Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni. Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020 Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum. Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann. Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti. Everton in the Premier League since 18/19:Most Goals | Richarlison (27)Most Assists | Digne (13)Most Dribbles | Richarlison (121)Most Key Passes | Digne (149)Most Fouls Drawn | Richarlison (159)Most Tackles | Digne (184)They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020 Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison. Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn. Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli. Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira