Blindir geta nú fengið lánaða sjón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Hlynur og Eyþór ræddu appið nýja í Íslandi í dag í gær. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tækni Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag var farið yfir smáforrit eða app sem ber heitið Be My Eyes. Appið byggir á því að blindir eða sjónskertir fái sjónræna aðstoð, geta hringt í sjálfboðaliða í gegnum appið og fengið lánaða sjón þegar þess þarf. „Hugmyndin kom frá dönskum herramanni sem er sjónskertur húsgagnahönnuður að mig minnir. Hann var þá að spjalla við vin sinn og var að segja honum að hann væri að hringja í myndsímtöl í fjölskyldu sína til að hjálpa sér með ýmis verk. Hann grunaði að það gæti verið eitthvað þarna,“ segir Hlynur Þór Agnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins sem telur mikil tækifæri liggja í notkun smáforritsins Be My Eyes. Appið getur til dæmis gagnast til að sjá fyrningardagsetningar á matvælum og fá að vita hvenær næsti strætisvagn er væntanlegur í biðskýli. Appið hefur slegið í gegn en yfir 250 þúsund blindir og sjónskertir hafa hlaðið því niður og sjálfboðaliðarnir á heimsvísu eru á fimmtu milljón og frá yfir 150 löndum, meðal annars frá Íslandi. Höfum alltaf lifað sjálfstæðu lífi „Það vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða því það hækkar þjónustustigið. Ég sé þetta sem mikið tækifæri fyrir marga af okkur félagsmönnum. Með svona kerfi viljum við ekki að það sé of mikið áreiti á sjálfboðaliða og heldur ekki of mikill biðtími að fá þjónustu. Ég veit að flestir sem hafa skráð sig sem sjálfboðaliði og fengið þessi símtöl finnst þetta bara gaman,“ segor Hlynur en samskiptin eru alfarið nafnlaus og vita báðir aðilar ekkert um hvorn annan. Eyþór Kamban hefur verið blindur frá fæðingu en Sigrún Ósk fékk hann til að leysa nokkuð erfiðar þrautir með aðstoð sjálfboðaliða í gegnum Be My Eyes. Það gekk nokkuð vel fyrir sig eins og sjá má í þættinum. Eyþór segir að öll sú tæknibylting sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðna áratugi hafi ekki beint ratað til blindra. Raddstýring tækja sé góð en ekki gjör breyting á lífinu. „Það er ekkert sem er bylting. Blint fólk hefur lifað sjálfstæðu lífi löngu áður en þessi tæknibylting sem við erum að ganga í gegnum átti sér stað. Ef við tökum snjallsímana sem dæmi, þeir eru bara sama bylting fyrir mig og hvern annan.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tækni Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira