Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:41 Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30
Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30