Birkir Már Sævarsson fékk rauða spjaldið í 95. landsleiknum sínum á móti Englandi á Wembley í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson fór snemma í sturtu á Wembley í kvöld þegar hann fékk að líta rauða spjaldið frá portúgalska dómaranum Fábio Veríssimo.
Birkir Már Sævarsson fékk gult spjald fyrir brot á Bukayo Saka strax á 11. mínútu leiksins. Það var svo sem ekki hægt að rífast yfir því spjaldi en hitt spjaldið var út í hött.
Gary Lineker hneyklaðist á því á Twitter í kvöld.
Imagine getting sent off for that? Jeez.
— Gary Lineker (@GaryLineker) November 18, 2020
Birkir Már braut þá aftur á Arsenal manninum Bukayo Saka en það spjald var mjög strangur dómur.
Hér fyrir neðan má sjá seinna gula spjaldið hans Birkis og dæmi nú hver fyrir sig.