Warner staðfestir áætlanir um Wonder Woman 1984 Heiðar Sumarliðason skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Wonder Woman lætur ekkert stöðva sig, ekki einu sinni kórónuveiruna. Warner Bros. bauð kórónuveirunni byrginn með því að gefa Tenet út í kvikmyndahús um allan heim sl. sumar, en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem aðsóknin olli töluverðum vonbrigðum. Kvikmyndaverið er þó ekki af baki dottið, ólíkt öðrum dreifingaraðilum kvikmynda sem hafa seinkað myndum sínum, og prófar nýja leið með Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum. Áætluðum kvikmyndahúsaútgáfudegi, 25. desember, er haldið til streitu, en myndin mun hins vegar einnig koma út á HBO-Max í Bandaríkjunum sama dag. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir aðgang að myndinni og geta allir áskrifendur streymisveitunnar því séð hana. Þetta er ólíkt því þegar Disney setti Mulan á Disney+ í september, en aðgangur að myndinni var ekki innifalinn í mánaðargjaldi veitunnar og kostaði leigan á henni heila 30 dollara. Eins og sakir standa er HBO-Max einungis fáanlegt í Bandaríkjunum, því geta Íslendingar ekki séð Wonder Woman 1984 í sjónvarpinu sínu. Hins vegar þýðir þessi nýja útgáfuleið Warner Bros. að engin seinkun verður á kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar hér á landi, líkt og er orðið svo algengt með stórmyndir í dag. Því geta íslenskir áhorfendur séð Wonder Woman sveifla hinni svokölluðu „svipu sannleikans“ í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með öðrum degi jóla. Friður í samskiptum við kvikmyndahúsin Warner Media, sem er bæði eigandi Warner Bros. og HBO-Max, vonast til að auka áskrifendafjölda Max-veitunnar töluvert með þessari dreifingarleið, og um leið losa um stíflu óútgefinna titla, sem farin er að myndast. Disney+ hefur einnig horfið frá Mulan-útgáfuforminu, að láta áskrifendur borga aukalega fyrir aðgang að nýjum kvikmyndum, og munu allir áskrifendur þeirra hafa aðgang að nýjustu Pixar-myndinni Soul, frá og með jóladegi. Samskipti kvikmyndahúsakeðja í Bandaríkjunum og kvikmyndaveranna hafa að undanförnu einkennst af spennu vegna Covid-19-hamla. Fulltrúar Universal og AMC-keðjunnar deildu í kjölfar útgáfu á Trolls: World Tour, sem fór fram hjá kvikmyndahúsum og beint á VOD í Bandaríkjunum sl. vor. AMC, sem er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, setti Universal stólinn fyrir dyrnar í kjölfarið og ætlaði að hætta að sýna myndir þeirra. Málið leystist þó farsællega í sumar þegar AMC var lofað að fá allar Universal-myndir í a.m.k. þrjár vikur áður en þær kæmu út á VOD. Fólk í kvikmyndaiðnaðinum og fjölmiðlum veltir nú fyrir sér áhrifum þessa nýju útgáfuvenja á framtíð kvikmyndahúsa en forstjóri Warner Media, Jason Kilar, segir þó í tilkynningu, að Warner hafi enn fulla trú á að kvikmyndahúsin nái sér á strik eftir að bóluefni er komið í almenna umferð. Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Warner Bros. bauð kórónuveirunni byrginn með því að gefa Tenet út í kvikmyndahús um allan heim sl. sumar, en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem aðsóknin olli töluverðum vonbrigðum. Kvikmyndaverið er þó ekki af baki dottið, ólíkt öðrum dreifingaraðilum kvikmynda sem hafa seinkað myndum sínum, og prófar nýja leið með Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum. Áætluðum kvikmyndahúsaútgáfudegi, 25. desember, er haldið til streitu, en myndin mun hins vegar einnig koma út á HBO-Max í Bandaríkjunum sama dag. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir aðgang að myndinni og geta allir áskrifendur streymisveitunnar því séð hana. Þetta er ólíkt því þegar Disney setti Mulan á Disney+ í september, en aðgangur að myndinni var ekki innifalinn í mánaðargjaldi veitunnar og kostaði leigan á henni heila 30 dollara. Eins og sakir standa er HBO-Max einungis fáanlegt í Bandaríkjunum, því geta Íslendingar ekki séð Wonder Woman 1984 í sjónvarpinu sínu. Hins vegar þýðir þessi nýja útgáfuleið Warner Bros. að engin seinkun verður á kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar hér á landi, líkt og er orðið svo algengt með stórmyndir í dag. Því geta íslenskir áhorfendur séð Wonder Woman sveifla hinni svokölluðu „svipu sannleikans“ í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með öðrum degi jóla. Friður í samskiptum við kvikmyndahúsin Warner Media, sem er bæði eigandi Warner Bros. og HBO-Max, vonast til að auka áskrifendafjölda Max-veitunnar töluvert með þessari dreifingarleið, og um leið losa um stíflu óútgefinna titla, sem farin er að myndast. Disney+ hefur einnig horfið frá Mulan-útgáfuforminu, að láta áskrifendur borga aukalega fyrir aðgang að nýjum kvikmyndum, og munu allir áskrifendur þeirra hafa aðgang að nýjustu Pixar-myndinni Soul, frá og með jóladegi. Samskipti kvikmyndahúsakeðja í Bandaríkjunum og kvikmyndaveranna hafa að undanförnu einkennst af spennu vegna Covid-19-hamla. Fulltrúar Universal og AMC-keðjunnar deildu í kjölfar útgáfu á Trolls: World Tour, sem fór fram hjá kvikmyndahúsum og beint á VOD í Bandaríkjunum sl. vor. AMC, sem er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, setti Universal stólinn fyrir dyrnar í kjölfarið og ætlaði að hætta að sýna myndir þeirra. Málið leystist þó farsællega í sumar þegar AMC var lofað að fá allar Universal-myndir í a.m.k. þrjár vikur áður en þær kæmu út á VOD. Fólk í kvikmyndaiðnaðinum og fjölmiðlum veltir nú fyrir sér áhrifum þessa nýju útgáfuvenja á framtíð kvikmyndahúsa en forstjóri Warner Media, Jason Kilar, segir þó í tilkynningu, að Warner hafi enn fulla trú á að kvikmyndahúsin nái sér á strik eftir að bóluefni er komið í almenna umferð.
Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira