Warner staðfestir áætlanir um Wonder Woman 1984 Heiðar Sumarliðason skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Wonder Woman lætur ekkert stöðva sig, ekki einu sinni kórónuveiruna. Warner Bros. bauð kórónuveirunni byrginn með því að gefa Tenet út í kvikmyndahús um allan heim sl. sumar, en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem aðsóknin olli töluverðum vonbrigðum. Kvikmyndaverið er þó ekki af baki dottið, ólíkt öðrum dreifingaraðilum kvikmynda sem hafa seinkað myndum sínum, og prófar nýja leið með Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum. Áætluðum kvikmyndahúsaútgáfudegi, 25. desember, er haldið til streitu, en myndin mun hins vegar einnig koma út á HBO-Max í Bandaríkjunum sama dag. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir aðgang að myndinni og geta allir áskrifendur streymisveitunnar því séð hana. Þetta er ólíkt því þegar Disney setti Mulan á Disney+ í september, en aðgangur að myndinni var ekki innifalinn í mánaðargjaldi veitunnar og kostaði leigan á henni heila 30 dollara. Eins og sakir standa er HBO-Max einungis fáanlegt í Bandaríkjunum, því geta Íslendingar ekki séð Wonder Woman 1984 í sjónvarpinu sínu. Hins vegar þýðir þessi nýja útgáfuleið Warner Bros. að engin seinkun verður á kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar hér á landi, líkt og er orðið svo algengt með stórmyndir í dag. Því geta íslenskir áhorfendur séð Wonder Woman sveifla hinni svokölluðu „svipu sannleikans“ í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með öðrum degi jóla. Friður í samskiptum við kvikmyndahúsin Warner Media, sem er bæði eigandi Warner Bros. og HBO-Max, vonast til að auka áskrifendafjölda Max-veitunnar töluvert með þessari dreifingarleið, og um leið losa um stíflu óútgefinna titla, sem farin er að myndast. Disney+ hefur einnig horfið frá Mulan-útgáfuforminu, að láta áskrifendur borga aukalega fyrir aðgang að nýjum kvikmyndum, og munu allir áskrifendur þeirra hafa aðgang að nýjustu Pixar-myndinni Soul, frá og með jóladegi. Samskipti kvikmyndahúsakeðja í Bandaríkjunum og kvikmyndaveranna hafa að undanförnu einkennst af spennu vegna Covid-19-hamla. Fulltrúar Universal og AMC-keðjunnar deildu í kjölfar útgáfu á Trolls: World Tour, sem fór fram hjá kvikmyndahúsum og beint á VOD í Bandaríkjunum sl. vor. AMC, sem er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, setti Universal stólinn fyrir dyrnar í kjölfarið og ætlaði að hætta að sýna myndir þeirra. Málið leystist þó farsællega í sumar þegar AMC var lofað að fá allar Universal-myndir í a.m.k. þrjár vikur áður en þær kæmu út á VOD. Fólk í kvikmyndaiðnaðinum og fjölmiðlum veltir nú fyrir sér áhrifum þessa nýju útgáfuvenja á framtíð kvikmyndahúsa en forstjóri Warner Media, Jason Kilar, segir þó í tilkynningu, að Warner hafi enn fulla trú á að kvikmyndahúsin nái sér á strik eftir að bóluefni er komið í almenna umferð. Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Warner Bros. bauð kórónuveirunni byrginn með því að gefa Tenet út í kvikmyndahús um allan heim sl. sumar, en hafði ekki erindi sem erfiði þar sem aðsóknin olli töluverðum vonbrigðum. Kvikmyndaverið er þó ekki af baki dottið, ólíkt öðrum dreifingaraðilum kvikmynda sem hafa seinkað myndum sínum, og prófar nýja leið með Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum. Áætluðum kvikmyndahúsaútgáfudegi, 25. desember, er haldið til streitu, en myndin mun hins vegar einnig koma út á HBO-Max í Bandaríkjunum sama dag. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir aðgang að myndinni og geta allir áskrifendur streymisveitunnar því séð hana. Þetta er ólíkt því þegar Disney setti Mulan á Disney+ í september, en aðgangur að myndinni var ekki innifalinn í mánaðargjaldi veitunnar og kostaði leigan á henni heila 30 dollara. Eins og sakir standa er HBO-Max einungis fáanlegt í Bandaríkjunum, því geta Íslendingar ekki séð Wonder Woman 1984 í sjónvarpinu sínu. Hins vegar þýðir þessi nýja útgáfuleið Warner Bros. að engin seinkun verður á kvikmyndahúsaútgáfu myndarinnar hér á landi, líkt og er orðið svo algengt með stórmyndir í dag. Því geta íslenskir áhorfendur séð Wonder Woman sveifla hinni svokölluðu „svipu sannleikans“ í íslenskum kvikmyndahúsum frá og með öðrum degi jóla. Friður í samskiptum við kvikmyndahúsin Warner Media, sem er bæði eigandi Warner Bros. og HBO-Max, vonast til að auka áskrifendafjölda Max-veitunnar töluvert með þessari dreifingarleið, og um leið losa um stíflu óútgefinna titla, sem farin er að myndast. Disney+ hefur einnig horfið frá Mulan-útgáfuforminu, að láta áskrifendur borga aukalega fyrir aðgang að nýjum kvikmyndum, og munu allir áskrifendur þeirra hafa aðgang að nýjustu Pixar-myndinni Soul, frá og með jóladegi. Samskipti kvikmyndahúsakeðja í Bandaríkjunum og kvikmyndaveranna hafa að undanförnu einkennst af spennu vegna Covid-19-hamla. Fulltrúar Universal og AMC-keðjunnar deildu í kjölfar útgáfu á Trolls: World Tour, sem fór fram hjá kvikmyndahúsum og beint á VOD í Bandaríkjunum sl. vor. AMC, sem er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, setti Universal stólinn fyrir dyrnar í kjölfarið og ætlaði að hætta að sýna myndir þeirra. Málið leystist þó farsællega í sumar þegar AMC var lofað að fá allar Universal-myndir í a.m.k. þrjár vikur áður en þær kæmu út á VOD. Fólk í kvikmyndaiðnaðinum og fjölmiðlum veltir nú fyrir sér áhrifum þessa nýju útgáfuvenja á framtíð kvikmyndahúsa en forstjóri Warner Media, Jason Kilar, segir þó í tilkynningu, að Warner hafi enn fulla trú á að kvikmyndahúsin nái sér á strik eftir að bóluefni er komið í almenna umferð.
Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira