Segir Hannes okkar besta markvörð frá upphafi og vill halda honum í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Hannes Þór Halldórsson lék sinn 74. landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Englandi í gær, 4-0. vísir/hulda margrét Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira