Eins og hópurinn sjái hlutina ekki í „raunhæfu ljósi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 14:01 Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á meðal aðstandenda vefsíðunnar Kófið.is. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir eru ósammála skoðunum hópsins. Samsett Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. Á meðal aðstandenda síðunnar eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Sóttvarnalæknir segir að hópurinn virðist ekki sjá hlutina í „raunhæfu ljósi“ og benti honum á að líta inn á sjúkrahúsin. Tilkynnt var í gær að vefsíðan hefði verið sett á laggirnar, hvar finna má yfirlýsingu undir fyrirsögninni „Út úr kófinu!“ Í yfirlýsingunni segir að tilraunir til að ráða niðurlögum faraldursins á Íslandi hafi þegar skapað „ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman.“ Hingað til hafi aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa beitt gefið til kynna að „nánast eina markmið stjórnvalda sé að hægja á útbreiðslu eins tiltekins sjúkdóms.“ Allt annað víki fyrir þessu markmiði. Hópurinn telur að ef haldið verði áfram á sömu braut verði „skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.“ Jón Ívar Einarsson er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Hann hefur lýst því yfir síðustu mánuði að aðgerðir stjórnvalda, til dæmis hér á landi, við faraldrinum vegi of mikið að frelsi fólks.Facebook Undir yfirlýsinguna rita tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, sem bæði hafa verið gagnrýnin á stefnu stjórnvalda hingað til. Nú síðast í gær sagði Sigríður í viðtali við Mbl að það liggi fyrir að faraldurinn sé „ekki drepsótt“. Aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna eru til dæmis Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard, og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hafi tekið margt annað inn í myndina Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir voru innt eftir viðbrögðum við yfirlýsingu hópsins á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hvorugt þeirra kvaðst hafa lesið yfirlýsinguna en þau lýstu sig bæði ósammála viðhorfunum sem þar koma fram. „En ég mótmæli þessu,“ sagði Alma. „Við höfum auðvitað tekið mjög margt annað inn í myndina. Og nú höfum við auðvitað lært af fyrstu bylgju og haldið mjög mörgu gangandi núna eins og eiginlega allri heilbrigðisþjónustu í þriðju bylgju.“ Þá sagði hún að þau sem eru í forsvari fyrir viðbrögð við faraldrinum hafi „hugsað sig í gegnum sviðsmyndir“ á borð við þær sem kynntar voru í yfirlýsingu Barrington-hópsins svokallaða. Yfirlýsingin þykir umdeild en er af sama meiði og sú sem hópurinn „Út úr kófinu!“ birti í gær. „Og við höfum lýst því í blaðagrein hvernig við sjáum það. Við teljum að það sé skynsamlegt að halda faraldrinum niðri. Það hafi best áhrif á heilsu, lýðheilsu og efnahag. Við teljum að það sé skynsamlegt núna að bíða eftir bóluefni, halda það út og að það sé leiðin okkar áfram.“ Í fullum rétti til að viðra skoðanir sínar Þórólfur sagðist einnig ósammála hópnum og kvaðst hafa fylgst með skoðunum þeirra sem að honum standa. Það væri hans mat að hópurinn væri ef til vill ekki í nógu góðri tengingu við raunveruleikann. „Og ég lýsi því bara yfir að ég er algjörlega ósammála þeim. Mér finnst að einstaklingar séu ekki endilega að sjá hlutina í raunhæfu ljósi. Ég held að þessir einstaklingar ættu að fara inn í heilbrigðiskerfið, inn á sjúkrahúsin, þar sem þessir Covid-sjúklingar hafa legið og ættu bara að skoða það hvað aðrar þjóðir eru að gera,“ sagði Þórólfur. „Það eru aðrar þjóðir í kringum okkur sem eru í miklu verri málum, með miklu harðari aðgerðir, og ég á bágt með að trúa því að það hafi allir svona rangt fyrir sér. En þetta er bara skoðun þeirra og ekkert við því að segja. Þau hafa fullt leyfi til þess að halda henni fram.“ Viðbrögð Ölmu og Þórólfs á fundinum má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Bjóða „sérfræðingum“ að stíga fram nafnlaust Áðurnefndur hópur segist einnig í yfirlýsingu sinni hafa orðið vör við „mikla tregðu til opinnar umræðu um aðferðarfræði sóttvarna vegna COVID-19.“ Það hafi reyndar verið „alþjóðlegt vandamál.“ Annað af tveimur meginmarkmiðum hópsins er þannig að koma á fót „opnum vettvangi til upplýsingaöflunar og skoðanaskipta.“ Á þessum vettvangi verði kallað eftir viðhorfum sérfræðinga og almennings og sérstaklega er tekið fram að þeim fyrrnefndu verði boðið að stíga fram nafnlaust. „Til að auðvelda sérfræðingum að stíga fram án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti innan sinnar starfsstéttar verður þeim gert kleift að leggja skoðun sína fram nafnlaust.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sóttvarnalæknir og landlæknir segjast algjörlega ósammála þeim viðhorfum sem aðstandendur vefsíðunnar Kófið.is lýstu í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðunni í gær. Á meðal aðstandenda síðunnar eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Sóttvarnalæknir segir að hópurinn virðist ekki sjá hlutina í „raunhæfu ljósi“ og benti honum á að líta inn á sjúkrahúsin. Tilkynnt var í gær að vefsíðan hefði verið sett á laggirnar, hvar finna má yfirlýsingu undir fyrirsögninni „Út úr kófinu!“ Í yfirlýsingunni segir að tilraunir til að ráða niðurlögum faraldursins á Íslandi hafi þegar skapað „ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman.“ Hingað til hafi aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa beitt gefið til kynna að „nánast eina markmið stjórnvalda sé að hægja á útbreiðslu eins tiltekins sjúkdóms.“ Allt annað víki fyrir þessu markmiði. Hópurinn telur að ef haldið verði áfram á sömu braut verði „skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.“ Jón Ívar Einarsson er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Hann hefur lýst því yfir síðustu mánuði að aðgerðir stjórnvalda, til dæmis hér á landi, við faraldrinum vegi of mikið að frelsi fólks.Facebook Undir yfirlýsinguna rita tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, sem bæði hafa verið gagnrýnin á stefnu stjórnvalda hingað til. Nú síðast í gær sagði Sigríður í viðtali við Mbl að það liggi fyrir að faraldurinn sé „ekki drepsótt“. Aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna eru til dæmis Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard, og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hafi tekið margt annað inn í myndina Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir voru innt eftir viðbrögðum við yfirlýsingu hópsins á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hvorugt þeirra kvaðst hafa lesið yfirlýsinguna en þau lýstu sig bæði ósammála viðhorfunum sem þar koma fram. „En ég mótmæli þessu,“ sagði Alma. „Við höfum auðvitað tekið mjög margt annað inn í myndina. Og nú höfum við auðvitað lært af fyrstu bylgju og haldið mjög mörgu gangandi núna eins og eiginlega allri heilbrigðisþjónustu í þriðju bylgju.“ Þá sagði hún að þau sem eru í forsvari fyrir viðbrögð við faraldrinum hafi „hugsað sig í gegnum sviðsmyndir“ á borð við þær sem kynntar voru í yfirlýsingu Barrington-hópsins svokallaða. Yfirlýsingin þykir umdeild en er af sama meiði og sú sem hópurinn „Út úr kófinu!“ birti í gær. „Og við höfum lýst því í blaðagrein hvernig við sjáum það. Við teljum að það sé skynsamlegt að halda faraldrinum niðri. Það hafi best áhrif á heilsu, lýðheilsu og efnahag. Við teljum að það sé skynsamlegt núna að bíða eftir bóluefni, halda það út og að það sé leiðin okkar áfram.“ Í fullum rétti til að viðra skoðanir sínar Þórólfur sagðist einnig ósammála hópnum og kvaðst hafa fylgst með skoðunum þeirra sem að honum standa. Það væri hans mat að hópurinn væri ef til vill ekki í nógu góðri tengingu við raunveruleikann. „Og ég lýsi því bara yfir að ég er algjörlega ósammála þeim. Mér finnst að einstaklingar séu ekki endilega að sjá hlutina í raunhæfu ljósi. Ég held að þessir einstaklingar ættu að fara inn í heilbrigðiskerfið, inn á sjúkrahúsin, þar sem þessir Covid-sjúklingar hafa legið og ættu bara að skoða það hvað aðrar þjóðir eru að gera,“ sagði Þórólfur. „Það eru aðrar þjóðir í kringum okkur sem eru í miklu verri málum, með miklu harðari aðgerðir, og ég á bágt með að trúa því að það hafi allir svona rangt fyrir sér. En þetta er bara skoðun þeirra og ekkert við því að segja. Þau hafa fullt leyfi til þess að halda henni fram.“ Viðbrögð Ölmu og Þórólfs á fundinum má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Bjóða „sérfræðingum“ að stíga fram nafnlaust Áðurnefndur hópur segist einnig í yfirlýsingu sinni hafa orðið vör við „mikla tregðu til opinnar umræðu um aðferðarfræði sóttvarna vegna COVID-19.“ Það hafi reyndar verið „alþjóðlegt vandamál.“ Annað af tveimur meginmarkmiðum hópsins er þannig að koma á fót „opnum vettvangi til upplýsingaöflunar og skoðanaskipta.“ Á þessum vettvangi verði kallað eftir viðhorfum sérfræðinga og almennings og sérstaklega er tekið fram að þeim fyrrnefndu verði boðið að stíga fram nafnlaust. „Til að auðvelda sérfræðingum að stíga fram án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti innan sinnar starfsstéttar verður þeim gert kleift að leggja skoðun sína fram nafnlaust.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira