Erlent

Hrókeringar í dönsku ríkis­stjórninni

Atli Ísleifsson skrifar
Rasmus Prehn, sem verið hefur ráðherra þróunarsamvinnumála, mun taka við ráðherraembætti í nýju ráðuneyti matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.
Rasmus Prehn, sem verið hefur ráðherra þróunarsamvinnumála, mun taka við ráðherraembætti í nýju ráðuneyti matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. EPA

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kynnt breytingar á ríkisstjórn sinni eftir afsögn ráðherrans Mogens Jensen vegna minkamálsins svokallaða.

Rasmus Prehn, sem verið hefur ráðherra þróunarsamvinnumála, mun taka við ráðherraembætti í nýju ráðuneyti matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.

Þá mun umhverfis- og matvælaráðuneytið breyta nafninu í umhverfisráðuneytið og verður undir forystu umhverfisráðherrans Leu Wermelin.

Þingmaður Jafnaðarmanna, Flemming Møller Mortensen, kemur nýr inn í ríkisstjórn og mun verða ráðherra þróunarsamvinnumála og norræns samstarfs.

Þá munu verkefni á sviði jafnréttismála færast til atvinnumálaráðuneytisins og mun því atvinnumálaráðherrann Peter Hullegaard framvegis einnig vera kallaður ráðherra jafnréttismála.

Mogens Jensen greindi frá því í gær að hann hafi sagt af sér vegna ákvörðunar danskra stjórnvalda að ráðast í að lóga öllum minkum á minkabúum landsins vegna afbrigðis kórónuveiru, án þess að hafa til þess lagaheimild.

Sagði Jensen að honum þætti ljóst að hann nyti ekki lengur stuðnings þingflokka – stuðnings sem væri nauðsynlegur til áframhaldandi starfa.


Tengdar fréttir

Segir af sér vegna minka­málsins

Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×