Fjármálaráðherra segir ekki lausn í kreppunni að fjölga opinberum starfsmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2020 20:00 Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Fjármálaráðherra segist ósammála. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki forgangsmál að fjölga opinberum starfsmönnum heldur að auka fjárfestingar fyrirtækja til að fjölga störfum. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti einnig að fjölga opinberum starfsmönnum á ýmsum öðrum sviðum til að bæta þjónustu við almenning samhliða því að styðja við einkageirann í kreppunni. „En það er ekki nóg að byggja spítala og hjúkrunarheimili. Það þarf að manna þau. Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun og kallar á langtíma áætlun um að bæta aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta. Við í Samfylkingunni höfum tlað fyrir því að ráðist verði í átak gegn undirmönnun í almannaþjónustu. Til að fjölga störfum í atvinnukreppu, bæta heilbrigðisþjónustu og mikilvæga þjónustu við fólk," sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugmyndafræði Samfylkingarinnar um að hægt væri að komast út úr kreppunni með fjölgun opinberra starfsmanna ekki taka á rót vandans. „Rót vandans sem við stöndum frami fyrir núna er hrun í einkageiranum. Það er rót vandans og við verðum að ráðast á þá rót með því að örva, skapa, tryggja að viðspyrna sé til staðar. Auka landsframleiðsluna að nýju. Vegna þess að ef það mistekst höfum við ekki efni á að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við höldum úti í dag. Hvað þá að fara að stækka kökuna," sagði Bjarni. Landspítalinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki forgangsmál að fjölga opinberum starfsmönnum heldur að auka fjárfestingar fyrirtækja til að fjölga störfum. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti einnig að fjölga opinberum starfsmönnum á ýmsum öðrum sviðum til að bæta þjónustu við almenning samhliða því að styðja við einkageirann í kreppunni. „En það er ekki nóg að byggja spítala og hjúkrunarheimili. Það þarf að manna þau. Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun og kallar á langtíma áætlun um að bæta aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta. Við í Samfylkingunni höfum tlað fyrir því að ráðist verði í átak gegn undirmönnun í almannaþjónustu. Til að fjölga störfum í atvinnukreppu, bæta heilbrigðisþjónustu og mikilvæga þjónustu við fólk," sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugmyndafræði Samfylkingarinnar um að hægt væri að komast út úr kreppunni með fjölgun opinberra starfsmanna ekki taka á rót vandans. „Rót vandans sem við stöndum frami fyrir núna er hrun í einkageiranum. Það er rót vandans og við verðum að ráðast á þá rót með því að örva, skapa, tryggja að viðspyrna sé til staðar. Auka landsframleiðsluna að nýju. Vegna þess að ef það mistekst höfum við ekki efni á að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við höldum úti í dag. Hvað þá að fara að stækka kökuna," sagði Bjarni.
Landspítalinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira