Liðsfélagi Gylfa hótar blaðamanni lögsókn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 12:01 James Rodriguez og Gylfi Sigurðsson standa við boltann eftir að Everton fékk aukaspyrnu fyrir utan teig á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Getty/Tony McArdle Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir Gylfa okkar Sigurðsson en hann var miklu verri fyrir liðsfélaga hans James Rodriguez. James Rodriguez kom til Everton í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka í stjörnuhlutverki hjá kólumbíska landsliðinu eins og Gylfi Þór Sigurðsson er hjá því íslenska. James Rodriguez og félagar í kólumbíska landsliðinu töpuðu báðum leikjum sínum í undankeppni HM þar af fengu þeir 6-1 skell á móti Ekvador í seinni leiknum. Fyrri leiknum tapaði Kólumbía 3-0 á móti Úrúgvæ. Tapið á móti Úrúgvæ var stærsta tap Kólumbíu á móti Úrúgvæ í 82 ár en skellurinn á móti Ekvardor var samt stóra áfallið. Rodriguez ryktades ha hamnat i bråk med lagkamrat - dementerar och hotar med rättsliga åtgärder.https://t.co/48bq9VVcAB pic.twitter.com/foAfKRxqeM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 20, 2020 Javier Hernandez Bonnet, fjölmiðlamaður hjá Blu Radio, sagði spænska blaðinu Marca frá því að James Rodriguez hafi í framhaldinu af þessum vandræðalegu tapleikjum lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn. James Rodriguez og Jefferson Lerma, sem spilar með Bournemouth, áttu að hafa lent í slagsmálum á æfingu kólumbíska landsliðsins. James Rodriguez hefur nú hótað blaðamanninum lögsókn. „Þeir sem búa til þessar fölsku fréttir eru bara að reyna að ljúga upp á mig,“ skrifaði James Rodriguez í yfirlýsingu. „Mín skilaboð til almennings, til fjölmiðla og til okkar stuðningsmanna eru að ég hafna öllum þessum fréttum um ofbeldi, árásir eða deilur sem áttu að hafa orðið á milli okkar leikmanna þar sem ég átti að vera upphafsmaðurinn,“ skrifaði Rodriguez. „Að lokum þá vil ég biðja ykkur um að halda ekki áfram að dreifa þessum fölsku fréttum. Þeir sem bjuggu til þessar fölsku ásakanir eru bara að reyna að dreifa lygasögum og ég mun lögsækja þá ef ég tel þörf á því,“ skrifaði James Rodriguez. Hann segir blaðamanninn vera að sverta orðspor sitt og ætlar mögulega að fara í hart og með málið fyrir dómstóla. Kólumbíska landsliðið hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Liðið er því bara í sjöunda sæti af tíu liðum Suðurameríkuriðilsins. Comunicado oficial pic.twitter.com/KJjtxuoqog— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) November 19, 2020 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Þetta var ekki góður landsleikjagluggi fyrir Gylfa okkar Sigurðsson en hann var miklu verri fyrir liðsfélaga hans James Rodriguez. James Rodriguez kom til Everton í sumar og hefur staðið sig vel með liðinu. Hann er líka í stjörnuhlutverki hjá kólumbíska landsliðinu eins og Gylfi Þór Sigurðsson er hjá því íslenska. James Rodriguez og félagar í kólumbíska landsliðinu töpuðu báðum leikjum sínum í undankeppni HM þar af fengu þeir 6-1 skell á móti Ekvador í seinni leiknum. Fyrri leiknum tapaði Kólumbía 3-0 á móti Úrúgvæ. Tapið á móti Úrúgvæ var stærsta tap Kólumbíu á móti Úrúgvæ í 82 ár en skellurinn á móti Ekvardor var samt stóra áfallið. Rodriguez ryktades ha hamnat i bråk med lagkamrat - dementerar och hotar med rättsliga åtgärder.https://t.co/48bq9VVcAB pic.twitter.com/foAfKRxqeM— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 20, 2020 Javier Hernandez Bonnet, fjölmiðlamaður hjá Blu Radio, sagði spænska blaðinu Marca frá því að James Rodriguez hafi í framhaldinu af þessum vandræðalegu tapleikjum lent í slagsmálum við liðsfélaga sinn. James Rodriguez og Jefferson Lerma, sem spilar með Bournemouth, áttu að hafa lent í slagsmálum á æfingu kólumbíska landsliðsins. James Rodriguez hefur nú hótað blaðamanninum lögsókn. „Þeir sem búa til þessar fölsku fréttir eru bara að reyna að ljúga upp á mig,“ skrifaði James Rodriguez í yfirlýsingu. „Mín skilaboð til almennings, til fjölmiðla og til okkar stuðningsmanna eru að ég hafna öllum þessum fréttum um ofbeldi, árásir eða deilur sem áttu að hafa orðið á milli okkar leikmanna þar sem ég átti að vera upphafsmaðurinn,“ skrifaði Rodriguez. „Að lokum þá vil ég biðja ykkur um að halda ekki áfram að dreifa þessum fölsku fréttum. Þeir sem bjuggu til þessar fölsku ásakanir eru bara að reyna að dreifa lygasögum og ég mun lögsækja þá ef ég tel þörf á því,“ skrifaði James Rodriguez. Hann segir blaðamanninn vera að sverta orðspor sitt og ætlar mögulega að fara í hart og með málið fyrir dómstóla. Kólumbíska landsliðið hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Liðið er því bara í sjöunda sæti af tíu liðum Suðurameríkuriðilsins. Comunicado oficial pic.twitter.com/KJjtxuoqog— James Rodríguez (@jamesdrodriguez) November 19, 2020
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira