Ensku blöðin samstíga í fyrirsögnum: Næst á dagskrá að ná í Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 09:01 Pep Guardiola í viðtali hjá City TV eftir að hann skrifaði undir nýjan samning. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola framlengdi samning sinn við Manchester City í gær sem þykir auka líkurnar á því að Lionel Messi komi til Manchester City í sumar. Gærdagurinn var góður dagur fyrir stuðningsmenn Manchester City eftir að Pep Guardiola skrifaði undir tveggja ára framlengingu og verður því knattspyrnustjóri City til 2023 að minnsta kosti. Samkvæmt Guillem Balague, sérfræðingi breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, þá var Pep Guardiola aldrei nálægt því að yfirgefa Manchester City næsta sumar. Pep Guardiola: Manchester City boss was 'not close at all' to leaving, says Guillem Balague (BBC News): https://t.co/kMMgYIsyhR #ManCity #PremierLeague pic.twitter.com/iH1AjhCyX3— Premier League News (@englishfooty11) November 19, 2020 „Það voru tilboð frá Juventus, Paris Saint-Germain og fleiri liðum en hann er ánægður. Hann nýtur sín hjá Manchester City og er umkringdur fólki sem hann treystir,“ sagði Guillem Balague í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Hann er líka ánægður með það að ekkert sem gerist inn í búningsklefanum hjá Manchester City leki út í fjölmiðla eins og gerðist ítrekað hjá bæði Bayern og Barcelona,“ sagði Guillem Balague. Ensku blöðin voru líka mörg búin að lesa næsta leik hjá Manchester City sem er að ná í Lionel Messi þegar samningur Argentínumannsins við Barcelona rennur út í sumar. Messi og Guardiola eru líklegir til að vilja vinna aftur saman eftir frábæra tímann sem þeir áttu hjá Barcelona á árum áður. Hér fyrir neðan má sjá ensku blöðin vera samstíga í fyrirsögnum um að það sé næst á dagskrá hjá Manchester City að ná í Lionel Messi. Forsíða The Daily Express.Skjámynd/The Daily Express Forsíða Daily Mirror.Skjámynd/Daily Mirror Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Pep Guardiola framlengdi samning sinn við Manchester City í gær sem þykir auka líkurnar á því að Lionel Messi komi til Manchester City í sumar. Gærdagurinn var góður dagur fyrir stuðningsmenn Manchester City eftir að Pep Guardiola skrifaði undir tveggja ára framlengingu og verður því knattspyrnustjóri City til 2023 að minnsta kosti. Samkvæmt Guillem Balague, sérfræðingi breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, þá var Pep Guardiola aldrei nálægt því að yfirgefa Manchester City næsta sumar. Pep Guardiola: Manchester City boss was 'not close at all' to leaving, says Guillem Balague (BBC News): https://t.co/kMMgYIsyhR #ManCity #PremierLeague pic.twitter.com/iH1AjhCyX3— Premier League News (@englishfooty11) November 19, 2020 „Það voru tilboð frá Juventus, Paris Saint-Germain og fleiri liðum en hann er ánægður. Hann nýtur sín hjá Manchester City og er umkringdur fólki sem hann treystir,“ sagði Guillem Balague í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Hann er líka ánægður með það að ekkert sem gerist inn í búningsklefanum hjá Manchester City leki út í fjölmiðla eins og gerðist ítrekað hjá bæði Bayern og Barcelona,“ sagði Guillem Balague. Ensku blöðin voru líka mörg búin að lesa næsta leik hjá Manchester City sem er að ná í Lionel Messi þegar samningur Argentínumannsins við Barcelona rennur út í sumar. Messi og Guardiola eru líklegir til að vilja vinna aftur saman eftir frábæra tímann sem þeir áttu hjá Barcelona á árum áður. Hér fyrir neðan má sjá ensku blöðin vera samstíga í fyrirsögnum um að það sé næst á dagskrá hjá Manchester City að ná í Lionel Messi. Forsíða The Daily Express.Skjámynd/The Daily Express Forsíða Daily Mirror.Skjámynd/Daily Mirror
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira