Ensku blöðin samstíga í fyrirsögnum: Næst á dagskrá að ná í Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 09:01 Pep Guardiola í viðtali hjá City TV eftir að hann skrifaði undir nýjan samning. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola framlengdi samning sinn við Manchester City í gær sem þykir auka líkurnar á því að Lionel Messi komi til Manchester City í sumar. Gærdagurinn var góður dagur fyrir stuðningsmenn Manchester City eftir að Pep Guardiola skrifaði undir tveggja ára framlengingu og verður því knattspyrnustjóri City til 2023 að minnsta kosti. Samkvæmt Guillem Balague, sérfræðingi breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, þá var Pep Guardiola aldrei nálægt því að yfirgefa Manchester City næsta sumar. Pep Guardiola: Manchester City boss was 'not close at all' to leaving, says Guillem Balague (BBC News): https://t.co/kMMgYIsyhR #ManCity #PremierLeague pic.twitter.com/iH1AjhCyX3— Premier League News (@englishfooty11) November 19, 2020 „Það voru tilboð frá Juventus, Paris Saint-Germain og fleiri liðum en hann er ánægður. Hann nýtur sín hjá Manchester City og er umkringdur fólki sem hann treystir,“ sagði Guillem Balague í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Hann er líka ánægður með það að ekkert sem gerist inn í búningsklefanum hjá Manchester City leki út í fjölmiðla eins og gerðist ítrekað hjá bæði Bayern og Barcelona,“ sagði Guillem Balague. Ensku blöðin voru líka mörg búin að lesa næsta leik hjá Manchester City sem er að ná í Lionel Messi þegar samningur Argentínumannsins við Barcelona rennur út í sumar. Messi og Guardiola eru líklegir til að vilja vinna aftur saman eftir frábæra tímann sem þeir áttu hjá Barcelona á árum áður. Hér fyrir neðan má sjá ensku blöðin vera samstíga í fyrirsögnum um að það sé næst á dagskrá hjá Manchester City að ná í Lionel Messi. Forsíða The Daily Express.Skjámynd/The Daily Express Forsíða Daily Mirror.Skjámynd/Daily Mirror Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Pep Guardiola framlengdi samning sinn við Manchester City í gær sem þykir auka líkurnar á því að Lionel Messi komi til Manchester City í sumar. Gærdagurinn var góður dagur fyrir stuðningsmenn Manchester City eftir að Pep Guardiola skrifaði undir tveggja ára framlengingu og verður því knattspyrnustjóri City til 2023 að minnsta kosti. Samkvæmt Guillem Balague, sérfræðingi breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, þá var Pep Guardiola aldrei nálægt því að yfirgefa Manchester City næsta sumar. Pep Guardiola: Manchester City boss was 'not close at all' to leaving, says Guillem Balague (BBC News): https://t.co/kMMgYIsyhR #ManCity #PremierLeague pic.twitter.com/iH1AjhCyX3— Premier League News (@englishfooty11) November 19, 2020 „Það voru tilboð frá Juventus, Paris Saint-Germain og fleiri liðum en hann er ánægður. Hann nýtur sín hjá Manchester City og er umkringdur fólki sem hann treystir,“ sagði Guillem Balague í viðtali við BBC Radio 5 Live. „Hann er líka ánægður með það að ekkert sem gerist inn í búningsklefanum hjá Manchester City leki út í fjölmiðla eins og gerðist ítrekað hjá bæði Bayern og Barcelona,“ sagði Guillem Balague. Ensku blöðin voru líka mörg búin að lesa næsta leik hjá Manchester City sem er að ná í Lionel Messi þegar samningur Argentínumannsins við Barcelona rennur út í sumar. Messi og Guardiola eru líklegir til að vilja vinna aftur saman eftir frábæra tímann sem þeir áttu hjá Barcelona á árum áður. Hér fyrir neðan má sjá ensku blöðin vera samstíga í fyrirsögnum um að það sé næst á dagskrá hjá Manchester City að ná í Lionel Messi. Forsíða The Daily Express.Skjámynd/The Daily Express Forsíða Daily Mirror.Skjámynd/Daily Mirror
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira