„Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Illa hefur verið brugðist við tillögum sem miða að því að draga úr spillingu innan stjórnsýslu lögreglunnar, samkvæmt nýrri skýrslu. Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu fyrir tveimur árum átján tillögur að aðgerðum sem talið var að íslensk stjórnvöld þyrftu að ráðast í til að sporna við spillingu. Í nýrri skýrslu er farið yfir skýrslu stjórnvalda. Þar segir að orðið hafi við fjórum tillögum með fullnægjandi hætti og sjö að hluta. Ekki hafi verið brugðist við öðrum sjö. Forsætisráðherra telur stjórnvöld þó hafa sýnt ríkan vilja til að ráðast í umbætur. „Ég nefni sérstaklega ný upplýsingalög, lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og svo lög um uppljóstrara,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja til að ráðast í umbætur.Vísir/Vilhelm Nær allar eða sex af sjö tillögum lúta að lögreglumálum. Dómsmálaráðherra hafnar því að í því felist einhvers konar áfellisdómur yfir dómsmálaráðuneytinu. „Þetta er auðvitað bara eftirfylgniskýrsla og við höfðum fleiri mánuði til að klára þessi tilmæli sem þarna koma fram. Lögregluráði var til dæmis komið á fótinn í byrjun ársins til að efla þetta innra samstarf og samhæfa störf lögreglunnar, svo hún komi í auknum mæli fram sem ein liðsheild,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Í fyrri skýrslu kom fram að pólitískar tengingar geti haft truflandi áhrif á störf lögreglu. Samtökin segja vanta skýr og gagnsæ viðmið þegar ákvörðun er tekin um að endurnýja ekki skipanir. Skortur á þessu og fastur fimm ára skipunartími auki hættuna á pólitískum áhrifum. Áslaug Arna hefur skipað fimm lögreglustjóra auk ríkislögreglustjóra frá því hún tók við embætti dómsmálaráðherra. „Lögregla er algjörlega sjálfstæð í sínum aðgerðum þótt hún starfi í umboði dómsmálaráðherra.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira