Chelsea á toppinn 21. nóvember 2020 14:28 Abraham og Chilwell fagna síðara marki Chelsea. Lindsey Parnaby/Getty Images Chelsea er komið á toppinn í enska boltanum, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir góðan 2-0 útisigur á Newcastle í fyrsta leik níundu umferðarinnar. Chelsea are now unbeaten in each of their last seven games in the Premier League.Their win sends them top of the table... for now. pic.twitter.com/paQAbRFk5y— Squawka Football (@Squawka) November 21, 2020 Leikurinn markaði upphaf enska boltans eftir landsleikjavikuna en Chelsea komst yfir á tíundu mínútu. Eftir hornspyrnu fór boltinn af Federico Fernandez og í eigið net. 1-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik en heimamenn í Newcastle fengu álitleg tækifæri til þess að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks. Komu þeir þó boltanum ekki framhjá Edouard Mendy. Það var svo Chelsea sem skoraði annað markið. Eftir laglega spilamennsku var það svo Tammy Abraham sem kom boltanum í netið eftir að Timo Werner lagði boltann á hann. Timo Werner kom svo boltanum sjálfur í netið skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0 sigur Chelsea sem er á toppnum, með átján stig. Edouard Mendy s 1st 9 games for @ChelseaFC: Conceded Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Conceded Clean Sheet Incredible record. pic.twitter.com/Np8yFfn5kz— SPORF (@Sporf) November 21, 2020 Tottenham getur þó komist upp fyrir Chelsea með sigri á Man. City á heimavelli í dag en Newcastle er í 13. sætinu með ellefu stig. Enski boltinn
Chelsea er komið á toppinn í enska boltanum, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir góðan 2-0 útisigur á Newcastle í fyrsta leik níundu umferðarinnar. Chelsea are now unbeaten in each of their last seven games in the Premier League.Their win sends them top of the table... for now. pic.twitter.com/paQAbRFk5y— Squawka Football (@Squawka) November 21, 2020 Leikurinn markaði upphaf enska boltans eftir landsleikjavikuna en Chelsea komst yfir á tíundu mínútu. Eftir hornspyrnu fór boltinn af Federico Fernandez og í eigið net. 1-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik en heimamenn í Newcastle fengu álitleg tækifæri til þess að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks. Komu þeir þó boltanum ekki framhjá Edouard Mendy. Það var svo Chelsea sem skoraði annað markið. Eftir laglega spilamennsku var það svo Tammy Abraham sem kom boltanum í netið eftir að Timo Werner lagði boltann á hann. Timo Werner kom svo boltanum sjálfur í netið skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0 sigur Chelsea sem er á toppnum, með átján stig. Edouard Mendy s 1st 9 games for @ChelseaFC: Conceded Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Clean Sheet Conceded Clean Sheet Incredible record. pic.twitter.com/Np8yFfn5kz— SPORF (@Sporf) November 21, 2020 Tottenham getur þó komist upp fyrir Chelsea með sigri á Man. City á heimavelli í dag en Newcastle er í 13. sætinu með ellefu stig.