Jöfnuður í fyrirrúmi Drífa Snædal skrifar 20. nóvember 2020 14:30 Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar