Fótbolti

Dæmdur í ævilangt bann frá fótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hinn 73 ára gamli Yves Jean-Bart.
Hinn 73 ára gamli Yves Jean-Bart. vísir/Getty

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt Yves Jean-Bart í ævilangt bann frá afskiptum af knattspyrnu en hann hefur verið forseti knattspyrnusambands Haítí frá aldamótunum 2000.

Hann gerðist sekur um að misnota aðstöðu sína og beitti knattspyrnukonur sem léku fyrir landslið Haítí kynferðislegu áreiti.

Fjölmargar landsliðskonur hafa stigið fram og sagt frá því að þær hafi verið þvingaðar til að eiga kynmök við Yves Jean-Bart, ellegar myndu þær ekki fá aðgang að æfingasvæði landsliðsins.

Jean-Bart var einnig forseti karabíska knattspyrnusambandsins um tíma en hann neitar sök og kveðst munu áfrýja dómnum til alþjóða íþróttadómstólsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×