Mourinho vill að Southgate nafngreini þjálfarana sem beiti landsliðsþjálfara þrýsting Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. nóvember 2020 08:00 Kosovo v England - UEFA Euro 2020 Qualifying - Group A - Fadil Vokrri Stadium England Manager Gareth Southgate during the UEFA Euro 2020 Qualifying match at the Fadil Vokrri Stadium, Pristina. (Photo by Steven Paston/PA Images via Getty Images) Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sendi Gareth Soutgate, landsliðsþjálfara Englands, pillu á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham og Man City sem fram fer í dag. Þessi stórleikur kemur í kjölfarið af þriggja leikja landsleikjahléi og hefur umræða skapast í kringum það hvernig leikjaálagi enskra landsliðsmanna var stýrt. Ein skærasta stjarna Englendinga, Raheem Sterling, gaf til að mynda ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla en Mourinho er sannfærður um að Sterling verði full frískur þegar flautað verði til leiks seinni partinn í dag. „Ég myndi vilja að hann nefndi þessa þjálfara á nafn. Hvaða þjálfarar eru það sem eru að pressa á leikmenn sína að mæta ekki í landsleiki?“ „Ég les að Gareth Southgate hafi sagt að honum líði eins og hann þurfi að hringja í þjálfara félagsliðanna til að róa þá niður og hafa stjórn á þessum erfiðu aðstæðum sínum.“ „Mér finnst að hann eigi að segja hvaða þjálfarar þetta eru sem hann hringir í og talar við,“ segir Mourinho sem telur að Southgate ætti alltaf að velja sitt sterkasta lið. „Þar fyrir utan hefur hann rétt til þess að velja þá leikmenn sem hann vill hafa. Hann vill vinna leiki og ég skil það.“ „Síðast þegar Eric Dier kom úr landsliðsverkefni spilaði hann ekki næstu tvo leiki með Tottenham því hann þurfti tíma til að jafna sig. Ég veit að Raheem mun spila á morgun (í dag),“ segir Mourinho. „Gareth ætti að útskýra þetta fyrir okkur. Burtséð frá þessu öllu styð ég hann í því að það á að bera virðingu fyrir landsliðinu og hann á að fá að spila þeim leikmönnum sem hann vill spila,“ segir Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sendi Gareth Soutgate, landsliðsþjálfara Englands, pillu á blaðamannafundi fyrir leik Tottenham og Man City sem fram fer í dag. Þessi stórleikur kemur í kjölfarið af þriggja leikja landsleikjahléi og hefur umræða skapast í kringum það hvernig leikjaálagi enskra landsliðsmanna var stýrt. Ein skærasta stjarna Englendinga, Raheem Sterling, gaf til að mynda ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla en Mourinho er sannfærður um að Sterling verði full frískur þegar flautað verði til leiks seinni partinn í dag. „Ég myndi vilja að hann nefndi þessa þjálfara á nafn. Hvaða þjálfarar eru það sem eru að pressa á leikmenn sína að mæta ekki í landsleiki?“ „Ég les að Gareth Southgate hafi sagt að honum líði eins og hann þurfi að hringja í þjálfara félagsliðanna til að róa þá niður og hafa stjórn á þessum erfiðu aðstæðum sínum.“ „Mér finnst að hann eigi að segja hvaða þjálfarar þetta eru sem hann hringir í og talar við,“ segir Mourinho sem telur að Southgate ætti alltaf að velja sitt sterkasta lið. „Þar fyrir utan hefur hann rétt til þess að velja þá leikmenn sem hann vill hafa. Hann vill vinna leiki og ég skil það.“ „Síðast þegar Eric Dier kom úr landsliðsverkefni spilaði hann ekki næstu tvo leiki með Tottenham því hann þurfti tíma til að jafna sig. Ég veit að Raheem mun spila á morgun (í dag),“ segir Mourinho. „Gareth ætti að útskýra þetta fyrir okkur. Burtséð frá þessu öllu styð ég hann í því að það á að bera virðingu fyrir landsliðinu og hann á að fá að spila þeim leikmönnum sem hann vill spila,“ segir Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira