Maður sem slasaðist alvarlega í hjólaslysi fær bætur frá Verði eftir fimm ára bið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 22:42 Maðurinn slasaðist alvarlega eftir hjólreiðaslys og var metinn með 45 prósent varanlega örorku. Hann fékk í dag staðfest að hann ætti að fá fullar bætur frá Verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu. Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Maðurinn varð í júlí 2015 fyrir slysi þegar hann féll af reiðhjóli sínu á leið heim úr vinnu. Hann var þá tryggður samkvæmt slysatryggingu hjá Verði. Í maí 2017 óskuðu maðurinn og Vörður eftir mati á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku hans og var það niðurstaða læknis að varanleg læknisfræðileg örorka mannsins væri metin 45 prósent. Það sagði þó í niðurstöðu matsins að ef tekið væri tillit til hlutfallsreglu væri heildar varanleg læknisfræðileg örorka metin 37 prósent. Í júlí 2018 krafðist maðurinn Vörð um greiðslu bóta úr slysatryggingu vegna 45 prósent varanlegrar læknisfræðilegrar örorku á grundvelli matsgerðarinnar sem gerð hafði verið. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi sérstaklega tekið fram að ekki væri forsenda til að taka tillit til hlutfallsreglu, enda væri ekki lagaheimild fyrir því og ekki mælt fyrir um beitingu slíkrar reglu í skilmálum tryggingarinnar. Í svarbréfi frá Verði er því hins vegar hafnað að ekki sé tilefni til að beita reglunni og þó að hún væri ekki lögbundin væri hún meginregla í matsfræðum sem reikniregla um samanlagða læknisfræðilega örorku. Þá lagði Vörður til í bréfinu fram tilboð um bætur til mannsins sem miðuðu við að læknisfræðileg örorka hans væri reiknuð að teknu tilliti til hlutfallsreglu, sem Vörður reiknaði 38 prósent en ekki 37 prósent. Sama dag greiddi Vörður manninum bætur fyrir 38 prósent læknisfræðilega örorku að fjárhæð 10,8 milljón krónur. Niðurstaða Landsréttar var sú að Vörð skorti lagalega heimild til að skerða bætur mannsins fyrir varanlega læknisfræðilega örorku með beitingu hlutfallsreglu.
Dómsmál Tryggingar Samgöngur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira