Enski boltinn

„Verður einn besti í heiminum ef hann hefur á­huga á því“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phil Foden var rekinn heim frá Íslandi en kom sterkur inn í byrjunarlið Englands í vikunni.
Phil Foden var rekinn heim frá Íslandi en kom sterkur inn í byrjunarlið Englands í vikunni. Getty/Chloe Knott

Kevin De Bruyne, stórstjarna Manchester City, trúir því að Phil Foden, samherji hans hjá Man. City, gæti orðið einn besti leikmaður í heiminum.

Hinn tvítugi Foden var mættur aftur í enska landsliðið gegn Íslandi fyrr í vikunni eftir skandalinn hér á landi í september síðastliðnum.

Foden skoraði tvö mörk gegn Íslandi en Foden hefur byrjað fimm af fyrstu átta leikjum City á leiktíðinni. Hann hefur skorað tvö mörk í úrvalsdeildinni.

„Hann er að gera mjög vel. Hann hefur verið með okkur í þrjú eða fjögur ár. Hann er ungur en er að spila reglulega,“ sagði De Bruyne í samtali við ESPN og hélt áfram að hrósa Íslandsvininum.

„Hann er að spila mjög vel. Hann er að þróast svo hann verður að gera það. Eftir nokkur ár, ef þetta þróast í rétta átt, þá verður hann einn af bestu leikmönnum í heiminum ef hann hefur áhuga á því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×