Embætti varaformanns Miðflokksins lagt niður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 20:01 Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Vísir/Vilhelm Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður. Tvö höfðu boðið sig fram til embættisins í dag, þau Gunnar Bragi Sveinsson sitjandi varaformaður og Vigdís Hauksdóttir oddviti flokksins í borginni. Atkvæðagreiðsla um lagabreytingar fór fram á milli fjögur og fimm í dag. Jón Pétursson aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið að lögin hafi verið samþykkt með 85 prósentum greiddra atkvæða. Þau séu jafnframt til þess fallin að breyta stjórn flokksins, fjölga fulltrúum í henni og auka lýðræði almennra flokksmanna. Vigdís Hauksdóttir sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún væri hissa yfir tillögunni um að leggja embættið niður. „Mér finnst að strúktúr allra flokkanna á Íslandi eigi að vera eins, en það er bara mín skoðun, ég er bara eitt atkvæði,“ sagði hún í samtali við RÚV fyrr í dag. Eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir sagðist hún ætla að einbeita sér að því að sinna borginni vel. Það sé bara fínt að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af flokksstarfinu. Gunnar Bragi er þingflokksformaður Miðflokksins núna og mun hann því áfram vera staðgengill formanns forfallist hann. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ 21. nóvember 2020 14:11 Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný. 13. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður. Tvö höfðu boðið sig fram til embættisins í dag, þau Gunnar Bragi Sveinsson sitjandi varaformaður og Vigdís Hauksdóttir oddviti flokksins í borginni. Atkvæðagreiðsla um lagabreytingar fór fram á milli fjögur og fimm í dag. Jón Pétursson aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið að lögin hafi verið samþykkt með 85 prósentum greiddra atkvæða. Þau séu jafnframt til þess fallin að breyta stjórn flokksins, fjölga fulltrúum í henni og auka lýðræði almennra flokksmanna. Vigdís Hauksdóttir sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún væri hissa yfir tillögunni um að leggja embættið niður. „Mér finnst að strúktúr allra flokkanna á Íslandi eigi að vera eins, en það er bara mín skoðun, ég er bara eitt atkvæði,“ sagði hún í samtali við RÚV fyrr í dag. Eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir sagðist hún ætla að einbeita sér að því að sinna borginni vel. Það sé bara fínt að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af flokksstarfinu. Gunnar Bragi er þingflokksformaður Miðflokksins núna og mun hann því áfram vera staðgengill formanns forfallist hann.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ 21. nóvember 2020 14:11 Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný. 13. nóvember 2020 15:50 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ 21. nóvember 2020 14:11
Sigurður Már til liðs við Miðflokkinn Sigmundur Davíð hefur kallað inn sinn gamla góða aðstoðarmann á ný. 13. nóvember 2020 15:50