Óhugnanlegur dagur þegar súrefnisbirgðirnar voru allt í einu að klárast Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 08:01 Sjöfn á vakt í tilheyrandi hlífðarbúnaði. Hún lýsir því að kórónuveiran sé mjög útbreidd á spítalanum og erfitt sé að koma í veg fyrir smit. Úr einkasafni Íslenskur læknanemi sem unnið hefur á spítala á Englandi síðan í haust segir kórónuveiruna mjög útbreidda í samfélaginu, sérstaklega í norðrinu þar sem hún er búsett. Sjúklingar smitist margir af veirunni inni á spítalanum og afar erfitt sé að koma í veg fyrir smit. Þá hafi komið upp alvarleg staða á sjúkrahúsinu um daginn þegar súrefnisbirgðir voru við það að klárast. Sjöfn Ragnarsdóttir er að klára síðasta árið sitt í læknisfræði við háskóla á Kýpur. Bekknum hennar bauðst að klára síðustu tvö árin, sem eru verkleg, í Bretlandi og Sjöfn ákvað að grípa tækifærið. Hún hefur því búið og stundað nám í Barnsley, 90 þúsund manna bæ á Norður-Englandi, síðan haustið 2019. Og kórónuveiran hefur sannarlega sett svip sinn á þessar síðustu annir í Bretlandi. „Ég kláraði samt ekki fyrra árið, ég fór heim í mars, af því að í fyrstu bylgjunni hérna lokuðu allir háskólar. Það var svolítið skrýtið, verandi í verklegu námi, að vera bara í tímum á netinu. En í seinni bylgjunni var ákveðið að læknanemar yrðu ekki sendir heim heldur myndu mæta áfram á spítalana og hjálpa jafnvel til, sem við höfum verið að gera núna,“ segir Sjöfn í samtali við Vísi. Með óráði og reyndi að taka af sér súrefnið Sjöfn hefur því fengið að mæta í verknám á spítala í Barnsley í haust. Námið hefur þó litast af önnum starfsmanna vegna kórónuveirunnar – og auðvitað veirunni sjálfri. Margir starfsmenn spítalans hafa nefnilega smitast, að sögn Sjafnar, og læknanemarnir hafa lagt hönd á plóg í haust og vetur. „Þetta byrjaði þannig að við skráðum okkur í sjálfboðavinnu og ég var í því að hjálpa sjúklingum að hringja heim í ástvini, því það mátti enginn lengur koma að heimsækja þá. Ég byrjaði á því í tvær vikur, sem var nokkuð auðveld vinna. En svo fengum við boð um að skrá okkur á sjúkraliðavaktir og fá þær borgaðar,“ segir Sjöfn. Stund milli stríða í lyftunni.Úr einkasafni „Ég hef verið að skipta á rúmum og baða sjúklinga, taka blóð um allan spítalann af því að lífeindafræðingarnir hafa misst úr vinnu. Eina vaktina sat ég til dæmis og var að vakta Covid-sjúkling sem var með óráði og var alltaf að taka súrefnið af sér. Þetta hafa verið alls konar mikilvæg verkefni en ég hef nú kannski ekki beint verið að bjarga neinum lífum.“ Margir smitaðir á leið í aðgerð Kórónuveiran er afar útbreidd í Bretlandi og hefur lagst þungt á heilbrigðisstofnanir í landinu. Þegar Vísir ræddi við Sjöfn voru 350 starfsmenn á spítalanum í einangrun með veiruna, sem Sjöfn segir mjög útbreidda á spítalanum. Og ekki aðeins meðal starfsmanna. „Yfir helmingur sjúklinganna sem eru á spítalanum með Covid liggja ekkert endilega þar inni vegna Covid-veikinda. Ég var til dæmis á bæklunardeildinni í síðasta mánuði og þá var fullt af fólki með brotna mjöðm og að fara í aðgerð, en líka með Covid, því það eru bara svo ótrúlega margir með þetta núna. Þannig að maður er í kringum Covid-sjúklinga alls staðar. Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt af því að mörg herbergin eru sex rúma herbergi og þá er kannski einn ekki með Covid en fimm eru smitaðir og það eru bara tjöld í kringum rúmin,“ segir Sjöfn. Sjöfn stefnir á að koma heim til Íslands, þar sem ástandið er talsvert betra, fyrir jól.Úr einkasafni Hún lýsir því að erfitt sé að koma í veg fyrir að veiran smitist milli fólks á spítalanum. Reynt hafi verið að hólfa hann niður og nú er honum skipt niður í tvö svæði. „En ég veit að það eru margir sjúklingar sem eru lagðir inn, ekki með Covid, en smitast svo á spítalanum. Þetta er rosalega flókið og allur gangur á þessu. Ég vorkenni mjög fólkinu sem er að skipuleggja þetta.“ Komust alls ekki af með minna súrefni Sjöfn hefur síðustu vikur verið á í verknámi á svæfinga- og gjörgæsludeild. Þar liggja veikustu Covid-sjúklingarnir. Hún lýsir því að um daginn hafi allt einu komið upp sú staða að súrefnisbirgðirnar á spítalanum voru að klárast. „Það var lítið til af því. Hlutverk bráðateymisins sem ég var með var að ganga á milli sjúklinga og athuga hvort þeir gætu fengið minna súrefni en þeir voru að fá. En svo kom í ljós að þeir fjórir, fimm sjúklingar sem við skoðuðum þurftu allir meiri meðferð ef eitthvað var. Þannig að þetta var óhugnanlegur dagur. En þetta var leyst næstum strax og til nóg súrefni núna,“ segir Sjöfn. Spítalinn sem Sjöfn hefur unnið á í haust.Úr einkasafni Þá hafa nokkrir bekkjarfélagar Sjafnar fengið Covid en hún segir þau öll hraust og að enginn hafi orðið alvarlega veikur. Sjálf hefur Sjöfn sloppið með skrekkinn – að minnsta kosti hingað til. „Ég hélt samt að ég væri komin með Covid! En ég fór í próf á mánudaginn og reyndist ekki með það. Maður má ekki fá smá hósta, þá heldur maður strax að það sé Covid,“ segir Sjöfn. Bretarnir tekið heldur seint við sér Seinni bylgja faraldursins sem nú gengur yfir Bretland hefur verið skæð. Næstum ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna og yfir 50 þúsund hafa látist. Harðar samkomutakmarkanir tóku gildi í Englandi í byrjun nóvember og gilda fram í byrjun desember. Það er þó tilfinning Sjafnar að tekið sé að hægjast á útbreiðslu veirunnar. Tölur yfir nýsmitaða hafi stefnt niður á við undanfarna daga en veiran hefur þó verið sérstaklega útbreidd í norðrinu, þar sem Sjöfn er búsett. Henni þykir Bretarnir jafnframt hafa tekið heldur seint við sér þegar ástandið fór að versna í haust. „Okkur fannst útgöngubannið (e. lockdown) til dæmis koma alltof seint. Svo var mitt svæði til dæmis á hæsta aðvörunarstigi lengi en fólk var enn að fara út á pöbbana og út að borða alveg jafnmikið og áður. En ég vona að núna í nóvember og byrjun desember byrji þetta að líta betur út.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19 þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. 15. nóvember 2020 23:34 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Íslenskur læknanemi sem unnið hefur á spítala á Englandi síðan í haust segir kórónuveiruna mjög útbreidda í samfélaginu, sérstaklega í norðrinu þar sem hún er búsett. Sjúklingar smitist margir af veirunni inni á spítalanum og afar erfitt sé að koma í veg fyrir smit. Þá hafi komið upp alvarleg staða á sjúkrahúsinu um daginn þegar súrefnisbirgðir voru við það að klárast. Sjöfn Ragnarsdóttir er að klára síðasta árið sitt í læknisfræði við háskóla á Kýpur. Bekknum hennar bauðst að klára síðustu tvö árin, sem eru verkleg, í Bretlandi og Sjöfn ákvað að grípa tækifærið. Hún hefur því búið og stundað nám í Barnsley, 90 þúsund manna bæ á Norður-Englandi, síðan haustið 2019. Og kórónuveiran hefur sannarlega sett svip sinn á þessar síðustu annir í Bretlandi. „Ég kláraði samt ekki fyrra árið, ég fór heim í mars, af því að í fyrstu bylgjunni hérna lokuðu allir háskólar. Það var svolítið skrýtið, verandi í verklegu námi, að vera bara í tímum á netinu. En í seinni bylgjunni var ákveðið að læknanemar yrðu ekki sendir heim heldur myndu mæta áfram á spítalana og hjálpa jafnvel til, sem við höfum verið að gera núna,“ segir Sjöfn í samtali við Vísi. Með óráði og reyndi að taka af sér súrefnið Sjöfn hefur því fengið að mæta í verknám á spítala í Barnsley í haust. Námið hefur þó litast af önnum starfsmanna vegna kórónuveirunnar – og auðvitað veirunni sjálfri. Margir starfsmenn spítalans hafa nefnilega smitast, að sögn Sjafnar, og læknanemarnir hafa lagt hönd á plóg í haust og vetur. „Þetta byrjaði þannig að við skráðum okkur í sjálfboðavinnu og ég var í því að hjálpa sjúklingum að hringja heim í ástvini, því það mátti enginn lengur koma að heimsækja þá. Ég byrjaði á því í tvær vikur, sem var nokkuð auðveld vinna. En svo fengum við boð um að skrá okkur á sjúkraliðavaktir og fá þær borgaðar,“ segir Sjöfn. Stund milli stríða í lyftunni.Úr einkasafni „Ég hef verið að skipta á rúmum og baða sjúklinga, taka blóð um allan spítalann af því að lífeindafræðingarnir hafa misst úr vinnu. Eina vaktina sat ég til dæmis og var að vakta Covid-sjúkling sem var með óráði og var alltaf að taka súrefnið af sér. Þetta hafa verið alls konar mikilvæg verkefni en ég hef nú kannski ekki beint verið að bjarga neinum lífum.“ Margir smitaðir á leið í aðgerð Kórónuveiran er afar útbreidd í Bretlandi og hefur lagst þungt á heilbrigðisstofnanir í landinu. Þegar Vísir ræddi við Sjöfn voru 350 starfsmenn á spítalanum í einangrun með veiruna, sem Sjöfn segir mjög útbreidda á spítalanum. Og ekki aðeins meðal starfsmanna. „Yfir helmingur sjúklinganna sem eru á spítalanum með Covid liggja ekkert endilega þar inni vegna Covid-veikinda. Ég var til dæmis á bæklunardeildinni í síðasta mánuði og þá var fullt af fólki með brotna mjöðm og að fara í aðgerð, en líka með Covid, því það eru bara svo ótrúlega margir með þetta núna. Þannig að maður er í kringum Covid-sjúklinga alls staðar. Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt af því að mörg herbergin eru sex rúma herbergi og þá er kannski einn ekki með Covid en fimm eru smitaðir og það eru bara tjöld í kringum rúmin,“ segir Sjöfn. Sjöfn stefnir á að koma heim til Íslands, þar sem ástandið er talsvert betra, fyrir jól.Úr einkasafni Hún lýsir því að erfitt sé að koma í veg fyrir að veiran smitist milli fólks á spítalanum. Reynt hafi verið að hólfa hann niður og nú er honum skipt niður í tvö svæði. „En ég veit að það eru margir sjúklingar sem eru lagðir inn, ekki með Covid, en smitast svo á spítalanum. Þetta er rosalega flókið og allur gangur á þessu. Ég vorkenni mjög fólkinu sem er að skipuleggja þetta.“ Komust alls ekki af með minna súrefni Sjöfn hefur síðustu vikur verið á í verknámi á svæfinga- og gjörgæsludeild. Þar liggja veikustu Covid-sjúklingarnir. Hún lýsir því að um daginn hafi allt einu komið upp sú staða að súrefnisbirgðirnar á spítalanum voru að klárast. „Það var lítið til af því. Hlutverk bráðateymisins sem ég var með var að ganga á milli sjúklinga og athuga hvort þeir gætu fengið minna súrefni en þeir voru að fá. En svo kom í ljós að þeir fjórir, fimm sjúklingar sem við skoðuðum þurftu allir meiri meðferð ef eitthvað var. Þannig að þetta var óhugnanlegur dagur. En þetta var leyst næstum strax og til nóg súrefni núna,“ segir Sjöfn. Spítalinn sem Sjöfn hefur unnið á í haust.Úr einkasafni Þá hafa nokkrir bekkjarfélagar Sjafnar fengið Covid en hún segir þau öll hraust og að enginn hafi orðið alvarlega veikur. Sjálf hefur Sjöfn sloppið með skrekkinn – að minnsta kosti hingað til. „Ég hélt samt að ég væri komin með Covid! En ég fór í próf á mánudaginn og reyndist ekki með það. Maður má ekki fá smá hósta, þá heldur maður strax að það sé Covid,“ segir Sjöfn. Bretarnir tekið heldur seint við sér Seinni bylgja faraldursins sem nú gengur yfir Bretland hefur verið skæð. Næstum ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna og yfir 50 þúsund hafa látist. Harðar samkomutakmarkanir tóku gildi í Englandi í byrjun nóvember og gilda fram í byrjun desember. Það er þó tilfinning Sjafnar að tekið sé að hægjast á útbreiðslu veirunnar. Tölur yfir nýsmitaða hafi stefnt niður á við undanfarna daga en veiran hefur þó verið sérstaklega útbreidd í norðrinu, þar sem Sjöfn er búsett. Henni þykir Bretarnir jafnframt hafa tekið heldur seint við sér þegar ástandið fór að versna í haust. „Okkur fannst útgöngubannið (e. lockdown) til dæmis koma alltof seint. Svo var mitt svæði til dæmis á hæsta aðvörunarstigi lengi en fólk var enn að fara út á pöbbana og út að borða alveg jafnmikið og áður. En ég vona að núna í nóvember og byrjun desember byrji þetta að líta betur út.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19 þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. 15. nóvember 2020 23:34 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09
70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19 þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. 15. nóvember 2020 23:34
Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13