Enski boltinn

Guardiola: Svona eru liðin hans Mourinho

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tveir sigursælir.
Tveir sigursælir. vísir/Getty

Pep Guardiola, stjóri Man City, var hreinskilinn eftir að hafa séð lið sitt liggja fyrir Tottenham í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta hefði getað verið betra. Við spiluðum svipað og við höfum gert allt tímabilið. Við vörðumst illa í fyrsta markinu. Þeir vörðust djúpt eftir það, þeir vörðust með sex manna varnarlínu og það er ekki auðvelt að eiga við það,“ sagði Guardiola.

Hann hefur keppt oft við Jose Mourinho, stjóra Tottenham, og veit nákvæmlega hvað felst í því. Hann segir sitt lið hafa fallið á prófinu í dag.

„Við fengum færi en gátum ekki skorað. Þeir fá tvö til þrjú tækifæri úr skyndisóknum og við töpum leiknum.“

„Við vissum fyrir leik að við mættum ekki gefa þeim fyrsta markið. Við fengum fleiri færi en þeir en við töpuðum. Svona eru liðin hans Mourinho; þú gerir mistök og þau refsa þér með skyndisóknum,“ segir Guardiola.

Heung-Min Son kom Tottenham yfir snemma leiks en Man City hélt boltanum innan síns liðs stærstan hluta leiksins. Giovani Lo Celso tvöfaldaði hins vegar forystuna, nýkominn inná sem varamaður í síðari hálfleik.

„Það er ekki auðvelt að spila við þá. Kane og Ndombele voru þeirra fremstu menn og þeir voru mestmegnis við miðlínuna. Við vorum mikið með boltann en fótbolti snýst um hvað gerist í teigunum og þar vorum við ekki góðir,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×