Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2020 22:34 Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32